Jóhannes Helgi Jensson eða Jói Myndó eins og flestir þekkja hann er að halda sína aðra ljósmyndasýningu í dag, 11. nóvember.
Sýningin verður á flugvellinum og opnar hún kl. 14.00 Sýningin mun standa yfir fram á sunnudag. Tígull heyrði í kappanum og fékk að vita aðeins meira.
Hvað ertu búin að vera að mynda lengi?
Já það er góð spurning ég hef alltaf verið að fikta við að mynda á símanum en keypti mína fyrstu myndavél árið 2017 og féll ég algjörlega fyrir þessu sporti.
Hvernig gékk að undirbúa sýninguna? Segðu okkur aðeins frá undirbúningi sýningarinnar.
Það er búið að ganga mjög vel ég og Maggi Steindórs vinur minn byjuðum að prenta myndinar og græja og gera í byrjun október.
Nú hefur þú verið að mynda í nokkur ár, eru þetta nýlegar myndir eða bland af gömlum og nýjum?
Flest allt nýlegt en einhverjar eldri.
Hvernig gekk að velja þær myndir sem þú vildir hafa á sýningunni? úff maður fékk valkvíða nokkrum sinnum þegar maður var að fara yfir myndir og velja en vonandi að fólk fílar þær sem ég valdi.
Hvað ertu með margar myndir á sýningunni?
Ég valdi 31 myndir í þetta sinn.
Nú þegar að það eru samkomutakmarkanir og miðast við 10 manns í einu rými, ertu með einhverjar ráðstafanir í sambandi við þær?
Já það er bara 10 manns inni í einu og ég stefni á að vera í beinni á facbook fyrir fólkið sem treystir sér ekki að koma eða komast ekki og líka fyrir fólk sem býr í bænum. Minni á að það er grímuskylda.
Sýnishorn af myndum frá Jóa: