Fimmtudagur 29. febrúar 2024

Sydney Carr til liðs við ÍBV

Í tilkynningu frá ÍBV kemur fram að bandaríska knattspyrnukonan Sydney Carr hefur gengið til liðs við ÍBV og mun leika með félaginu í efstu deild kvenna á næsta ári. Sydney klárar háskóla í Bandaríkjunum í ár en hún er í Seattle University.

Í Seattle leikur Sydney með knattspyrnuliði skólans í efstu deild háskólaboltans og var markahæsti leikmaður efstu deildar á leiktíðinni 2020-21. Hún skoraði þar 16 mörk í 16 leikjum, auk þess að gefa sex stoðsendingar. Hún var valin WAC sóknarmaður ársins og auk þess í WAC liði ársins.

Sydney hefur verið valin í bandarísku U17 og U19-ára landsliðin.

ÍBV bindur miklar vonir við Sydney og bjóðum við hana velkomna til félagsins og Vestmannaeyja segir að lokum í tilkynningunni.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search