Svör Fiskistofu: Af hverju bannað sé að landa á Írlandi

10.03.2020

Tígull greindi frá því í dag að Fiskistofa hafi bannað löndun á Írlandi. Tígull sendi nokkrar spurningar til Fiskistofu og fengum við svör frá Jóhanni Ásmundssyni hjá Fiskistofu. Tígull þakkar fyrir snögg svör.

Hér er einnig fyrri frétt frá því í dag: Af hverju bannar Fiskistofa löndun á Írlandi?

Nú hvetur Sjómannasamband Íslands ykkur einfaldlega að senda eftirlitsmann ykkar út til Írlands og skoða málin, er það ekki eitthvað sem hægt er að bregðast við og gera ?

Fiskistofa hefur ekki boðvald yfir írskum stjórnvöldum um hvernig þeirra eftirliti og vigtun er háttað og klárt að eftirlitsmenn okkar fara ekki að taka út vinnuferla þar. Sá möguleiki er fyrir hendi að eftirlitsmaður frá Fiskistofu geti farið og staðið yfir löndun erlendis á kostnað útgerðar en sökum takmarkaðs mannafla getum við ekki tryggt hverju sinni að hafa tiltækan mannskap í slíkt verkefni enda fyrirvarinn oft stuttur.
Innheimta skal kostnað vegna ferðar eftirlitsmanns til að fylgjast með löndun úr skipinu erlendis, samkvæmt framlögðum reikningum, auk daggjalds vegna veru eftirlitsmanns um borð í skipi fyrir hvern starfsdags eftirlitsmanns samkvæmt auglýsingu nr. 1177/2015, um gjaldskrá Fiskistofu.

Af hverju er ekki í lagi að landa á Írlandi ef eftirlit er til staðar á meðan að löndunin er eins og hefur verið ?

Sú heimild sem veitt var Huginn til að landa nýverið byggðist á því að Írar myndu sinna svokölluðu ,,full control“ eftirliti með lönduninni að okkar beiðni og vera viðstaddir frá upphafi til enda löndunar. Ljóst er að Írar munu ekki geta framkvæmt slíkt eftirlit með öllum löndunum. Engar landanir hafa verið leyfðar á Írlandi eftir að fréttatilkynningin birtist á vef ESB fyrir utan þá löndun sem átti sér stað fyrir helgi þar sem hægt var að staðfesta að sérstakt eftirlit yrði með lönduninni. Auk þess vísa ég til reglugerðar 601/1997 um um löndun á bræðslufiski erlendis, þar sem segir í 1. grein að: „Einungis er heimilt að landa afla í fiskimjölsverksmiðjur erlendis, þar sem vigtunaraðferðir og eftirlit er viðurkennt af Fiskistofu.“

Og síðast enn ekki síst þegar betra verð er fengið fyrir aflann, er ekki eðlilegt að útgerðir leiti í þá höfn sem hæðsta verð er ? 

Eins og fyrr segir þá byggir löndunarleyfið aðeins á þeim þætti að eftirlit sé fullnægjandi að mati Fiskistofu. Við tökum ekki afstöðu til annarra þátta.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search