Svefn – gefðu þér tíma til að sofa!

Mannslíkaminn kemst ekki af án hvíldar og svefns. Í svefni hvílist líkaminn og endurnýjar sig,
taugakerfið endurnærist, líkaminn framleiðir vaxtarhormón sem meðal annars stýra vexti barna og
unglinga og hraða endurnýjun fruma líkamans hjá þeim sem eldri eru. Heilinn fær hvíld og tíma til að
vinna úr tilfinningum og hugsunum. Það er því öllum nauðsynlegt að sofa. Það hefur verið sýnt fram á
að of lítill svefn hefur margvísleg neikvæð áhrif á heilsuna, aukin þreyta, meiri skapsveiflur og erfiðara
getur verið takast á við dagleg verkefni. Vert að hafa í huga að þeir sem eru þreyttir er einnig hættara
við að lenda í slysum. Margir sjúkdómar hafa verið tengdir við skertan nætursvefn, m.a
alzheimersjúkdómur, þunglyndi, sykursýki sem og hjarta- og æðasjúkdómar, s.s hár blóðþrýstingur.
Það er því mikill ávinningur fyrir heilsuna að gefa sér tíma til að sofa. Svefnþörf er
einstaklingsbundinn en að meðaltali þarf fullorðinn og heilbrigður einstaklingur á bilinu 7 til 8 klst
svefn á hverri nóttu. Ef einstaklingur vaknar úthvíldur að morgni þá hefur hann líklega sofið nóg.

– Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir, hjúkrunarstjóri heilsugæslustöðvar Kirkjubæjarklausturs

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is