Tilkynning frá Herjólfi ohf.
Í framhaldi af umræðu sem verið hefur um aðgengismál einstaklinga í hjólastól um borð í Herjólfi IV er vert að koma því á framfæri að Herjólfur er hannaður og smíðaður í samræmi við gildandi lög og reglur og samkvæmt kröfum sem gerðar eru til ferju og farþegasiglinga.
Því miður er það þannig að þó öllum lögum, reglum og kröfum hafi verið framfylgt er aðgengi fyrir einstaklinga í hjólastól á klefagangi á fimmtu hæð ferjunnar ekki nægilega gott. Úr því verður bætt og gerðar verða þær nauðsynlegu breytingar sem þarf til þess að tryggja aðgengi farþega í hjólastól í klefa ferjunnar.
Þangað til að þeim framkvæmdum líkur biðjum við þá farþega okkar sem notast við hjólastól og ætla sér að ferðast með ferjunni á meðan siglingum til Þorlákshafnar standa yfir að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs.
Starfsfólk Herjólfs mun hér eftir sem endranær leggja sig fram við að veita alla þá aðstoð sem þörf er á.