Sunnudagurinn í Landakirkju

04.09.2020

Landakirkja færist yfir á vetrartímann núna á sunnudag og þar með hefst sunnudagaskóli vetrarins og starfsemi æskulýðsfélagsins.

Þá færist guðsþjónustan til kl. 14:00

Sunnudagaskólinn hefst kl. 11:00 og verður sem fyrr í kirkjunni.

Líkt og alltaf í sunnudagaskólanum verður leikið, dansað, sungið, verið með gamanmál, frætt og spilað á gítar. Í raun má segja að sunnudagaskólinn er ekki síður fyrir fullorðna en börn.

Guðsþjónusta sunnudagsins hefst kl. 14:00 en þá fögnum við kærleiksþjónustu kirkjunnar. Sr. Viðar þjónar fyrir altari en Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni sem er nýflutt til Eyja, mun prédika. Það á vel við þar sem sunnudagurinn er dagur djáknaþjónustunnar í kirkjunni.

Kitty og Kór Landakirkju sjá um tónlist og leiðir almennan safnaðarsöng.

Hefðbundnir fundir æskulýðsfélagsins hefjast síðan um kvöldið. Gísli æskulýðsfulltrúi leiðir ásamt leiðtogum í æskulýðsfélaginu og hefjast leikar kl. 20:00 í safnaðarheimilinu þar sem lofað er miklu fjöri.

Sjáumst í kirkjunni okkar.

Sunna Kristrún
Sunna Kristrún

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is