Það er létt yfir í Landakirkju þessa dagana en starfið á haustönn hefur göngu sína á sunnudag.

Sunnudagaskólinn hefur göngu sína kl. 11:00 með pompi, prakt, gítarspili, söng og gleði og samfara því færist sunnudagsmessan til kl. 14:00.

Fyrsti æskulýðsfundur vetrarins verður á sínum stað undir stjórn Gísla æskulýðsfulltrúa og leiðtoga kl. 20:00 og lofað er miklu fjöri.