17.01.2020 kl 11:22
Þessi gula er í kortunum og nei ekki sólin því miður, heldur gul viðvörun um allt land á sunnudaginn 19.01
Sunnan stormur eða rok norðan- og norðaustanlands og hlýnar ört, en úrkomulítið. Sunnan hvassviðri eða stormur og mikil rigning sunnan- og vestanlands og ört hækkandi hitastig.
Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.
Tekið frá vedur.is