Sunna og Rúnar valin best á lokahófi handboltans

Sunna Jónsdóttir og Rúnar Kárason voru valin bestu leikmenn meistaraflokkana í handbolta síðastliðið föstudagskvöld.

Tígull heyrði í þeim:

 

Nafn: Sunna Jónsdóttir aldur: 33 ára

Ertu hjátrúafull, eitthvað sem þú gerir alltaf fyrir leiki? Tek alltaf með mér banana í leiki

Hvað ertu með langan samning við ÍBV? til sumarsins 2025

Hvernig er mórallinn í liðinu? Frábær, liðsfélagar mínir eru magnaðir hver á sinn hátt. Eftir mörg ferðalög í vetur hefur hópurinn þjappast enn betur saman.

Erfiðasti andstæðingurinn? Allavega ekki Himmi og Siggi Braga i gúrku. Ætli það sé ekki bara ég sjálf.

Skemmtilegasta æfingin? Allt bara alveg ótrúlega skemmtilegt, en skemmtilegast þegar æfingin inniheldur keppni

Eftirminnilegast með liðsfélögunum? Margar frábærar minningar. Í vetur held ég að standi upp úr öll ferðalögin okkar saman.

Hver er mesti trúðurinn í liðinu? Bríet Ómarsdóttir

Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að fá besti leikmaðurinn? Þetta er góð viðurkenning fyrir mig og ég er mjög stolt og glöð með hana. Handbolti er hópíþrótt og ég myndi alltaf óska mér annars konar verðlaun en einstaklingsverðlaun. En svona viðurkenningar hvetja mann áfram og sýna manni að maður sé á réttri braut.

Hvernig líkar þér í Eyjum? Mér og fjölskyldunni minni þykir dásamlegt að vera í Eyjum og það er ekkert brottfararsnið á okkur eins og er. Vestmannaeyjar hafa upp á margt að bjóða og hér er best að vera.

Hvað peppar þig fyrir leiki? Góð músík

 

Nafn: Rúnar Kárason

Aldur: 34 ára

Ertu hjátrúafullur, eitthvað sem þú gerir alltaf fyrir leiki? Ég er ekki hjátrúafullur fyrir leiki, finnst það kjánalegt að eyða öllum þessum tíma í æfingar til þess eins að treysta á heppni þegar út í keppni er farið.

Hvað ertu með langan samning við ÍBV? Ég gerði 3 ára samning við ÍBV svo það eru tvö ár eftir.

Hvernig er mórallinn í liðinu?  Mórallinn í liðinu er stórkostlegur að mínum dómi. Hrikalega skemmtilegur hópur, frábær stemning og samheldni innan sem utan vallar.

Erfiðasti andstæðingurinn? Mér finnst alltaf erfitt að spila á móti Gunnar Steini vini mínum, svo er náttúrulega ferlegt vont þegar Robbi Sig er að lemja á manni á æfingum, reyni að vera alltaf í seilingarfjarlægð! Svo er líka alger hörmung að æfa vörnina þegar Kári fær að hamast í mér og Robba reglulaust. Kalla eftir betri dómgæslu á æfingum takk!

Skemmtilegasta æfingin? Skemmtilegast á skotæfingum og hita upp í fótbolta.

Eftirminnilegast með liðsfélögunum?Jólapartýið var eftirminnilegast og gerði ótrúlega hluti fyrir okkar hóp.

Hver er mesti trúðurinn í liðinu? Danjal er mestu trúðurinn í liðinu, fallið hrikalega vel inn og lærði íslensku á mettíma.

Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að fá besti leikmaðurinn? Mér þykir mjög vænt um þessa viðurkenningu. Mér fannst það stór áskorun að koma heim til Íslands að spila og standa mig vel. Mér finnst það hafa gengið eftir og þykir mjög vænt um að liðsfélagar mínir hafa valið mig eftir þetta tímabil. Bestu þakkir fyrir það. Mér og okkur fjölskyldunni hefur líkað mjög vel í Eyjum. Samfélagið tekið okkur ótrúlega vel og við komið okkur vel fyrir á Illugagötunni. Krakkarnir hlaupa frjálsir um, leika allan daginn, konan mín komið sér vel fyrir á sjúkrahúsinu og ég flesta daga í íþróttahúsinu frá hádegi. Búið að vera mjög góð upplifun hingað til, þrátt fyrir veðrið í vetur. Tökum vorinu og sumrinu fagnandi.

Hvað peppar þig fyrir leiki? Ég þarf lítið pepp fyrir leiki, maður kann orðið að stilla sig vel inn til að skila sínu, frekar að í úrslitakeppninni að ég hafi þurft að róa mig niður með lyftatónlist til að halda spennunni réttri.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search