17.05.2020
Margir eru orðnir óþreyjufullir að komast í sund en sundlaug í Vestmannaeyjum hefur verið lokuð síðan 19. mars vegna COVID-19 faraldursins. Tíminn hefur verð vel nýttur til að dytta að og klára þau verk sem voru í gangi þegar COVID-19 skall á og eru öll verkefni langt komin og sum tilbúin til að mynda karla og kvennaklefarnir eins og sjá má á myndum hér fyrir neðan.
Klefi fyrir fatlaða sem þurfa aðstoð verður klár um mánaðarmótin og einnig verður byrjað á kaldapottinum um mánaðarmótin næstu.
Þeim sem ætla að stunda laugina á næstunni er þó bent á að fylgja öllum reglum varðandi smitvarnir út í æsar og hlýða Víði í hvívetna. Þá munu helmingi færri fá aðgang að lauginni en starfsleyfi leyfir á meðan enn er smithætta alls geta 82 gestir verið í einu í lauginni.
Laugin opnar kl 06:15 í fyrramálið svo er opnunartíminn hér fyrir neðan í auglýsingunni.
Eins og segir í leiðbeiningum sóttvarnalæknis er áhersla lögð á að hver og einn beri ábyrgð á eigin athöfnum og minnt er á að við erum öll almannavarnir.
Hægt er að lesa nánar um ákvörðun heilbrigðisráðherra varðandi opnun sundlauga og annarra baðstaða hér.
