Sundfélagið keppti um helgina á Vormóti Fjölnis

Sundfélagið keppti um helgina á Vormóti Fjölnis í Laugardalslauginni. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og voru bætingar og framfarir á hverju strái! Einnig var rúllað inn lágmörkum á AMÍ (Aldursflokka meistaramót Íslands) sem haldið verður á Akureyri í júní og erum við gríðarlega spenntar fyrir því, segir Svanhildur á vefsíðu sundfélagsins.

Eva Sigurðardóttir náði inn lágmarki í 100m bringusundi á tímanum 01:36,45 og í 200m bringusundi á tímanum 03:29,23. Einnig vantaði sáralítið upp á lágmörk í 100 og 200m skriðsundi, sem kemur vonandi inn á næstu mótum hjá okkur.

Vala Dröfn Kolbeinsdóttir keppti einungis í einu sundi um helgina og náði þar inn auðvitað einu lágmarki í 200m skriðsundi á tímanum 03:20,63 og vantar lítið upp á lágmark í 100m skriðsundi sem hún tekur vonandi á næstu mótum.

Arna Gunnlaugsdóttir gerði sér lítið fyrir og nældi sér í 3 lágmörk um helgina. 200m skrið á tímanum 03:16,16, 200m bringusund á tímanum 03:46,53 og 100m bringusund á tímanum 01:45,61.

Aðrir sundmenn stóðu sig frábærlega og jöfnuðu eða bættu alla tímana sína og með þessum áframhaldandi bætingum og metnaði, munum við ná inn fleiri sundmönnum með okkur á AMÍ sem er gleðilegt tilefni.

Frábær árangur hjá frábærum krökkum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is