08.07.2020
Svanhildur Eiríksdóttir sundkennari fór með flottan hóp af sundkrökkum á AMÍ 2020 (Aldursflokka meistaramóti Íslands) síðustu helgi. Þau stóðu sig öll rosaleg vel og höfðu auðvitað mjög gaman af.
Svanhildur segir hér skemmtilega frá þessum þremur dögum:
Að þessu sinni fórum við með 5 sundmenn sem eru þau:
Eva Sigurðardóttir, Arna Gunnlaugsdóttir og Vala Dröfn Kolbeinsdóttir, Laura Barbara Wanecka og Bjartey Ósk Sæþórsdóttir fengu einnig að fylgja okkur í ár þrátt fyrir að hafa ekki náð lágmörkum.
Fyrsti dagurinn hófst með boðsundi, á 4x50m skriðsundi hjá:
Bjartey (42,50)
Örnu (37,01)
Lauru (40,18)
Völu (39,38)
Sem gerir lokatímann þeirra 02:39,07 sem er frábær bæting á tíma frá því síðast.
Eftir hádegi var keppt í 100m bringusundi en þar voru:
Eva : 01:29,10 – eða með um 5 sekúndna bætingu frá því á síðasta móti.
Arna : 01:41,65 – og er að synda á svipuðu róli og hún hefur verið að gera (besti tími 01:38,71 náðist á síðasta móti)
Laura : 01:50,04 – hún er líka að synda á svipuðu róli og hún hefur verið að gera upp á síðkastið (besti tími 01:48,17 á síðasta móti)
Eftir það kom að 200m skriðsundi og þar voru:
Vala Dröfn: 03:07,99 – eða með um 2 sek bætingu frá á síðasta móti
Arna: 03:06,59 – eða með um 5 sek bætingu frá á síðasta móti.
Frábær árangur hjá stelpunum á fyrsta „stóra“ mótinu okkar.
Annar dagurinn:
Dagurinn hófst á 4x50m fjór hjá ungunum okkar.
50m flug = Bjartey Ósk (51,23)
50m bak = Laura (47,73)
50m bri = Arna (44,50)
50m skrið = Vala Dröfn (39,02)
Sem gerir tímann þeirra: 03:02,48
Frábær bæting frá því síðast!
Eftir hádegi var það síðan 100m skriðsund hjá öllum.
Laura fór á tímanum 01:29,08 sem er bæting á besta tíma um tæpar 3 sekúndur!
Arna fór á tímanum 01:26,25 sem er um hálfri sekúndu frá hennar besta tíma.
Vala fór á tímanum 01:26,16 sem er einnig um hálfri sekúndu frá hennar besta tíma.
Eva var i svaka stuði í dag og fór á 01:12,65 sem er 5 sekúndna bæting frá hennar besta tíma!
Glæsilegur árangur hjá þeim öllum!
Svo um kvöldið var farið í keilu og var ekkert gefið efir á þeirri braut heldur.
Þriðji dagurinn:
Á sunnudeginum var heldur betur spennandi dagur. 200m bringusund var á dagskrá og þar voru Laura, Eva og Arna á ráspöllunum.
Laura stóð sig frábærlega og synti a tímanum 03:49,98 og bætti sig þar af leiðandi um tæpar 9 sekúndur, algjört æði!
Eva var líka heldur betur tilbúin i daginn og synti á tímanum 03:15,78 sem er einnig 9 sekúndum betur en á sínum besta tíma! Algjörlega frábært!
Arna var í úrslita riðli í þessu sundi og synti á tímanum 03:31,80 en það er 2 sek betra en hennar besti tími.
Hún var í áttunda sæti í flokki 11-12 ára i þessu sundi, einungis 11 ára gömul. Algjör snillingur sú!
Eftir hádegi var það síðan 100m fjór hjá Örnu og Völu Dröfn.
Vala fór á tímanum 01:42,85 sem var 15 sek bæting frá þvi hún synti það síðast!
Arna synti á tímanum 01:37,34 sem er sekúndu frá hennar besta tíma!
Í lok dagsins var síðan tekin skyndiákvörðun og settum við saman ásamt Sundfélagi Óðins frá Akureyri skemmtega boðsundssveit í 10x50m skriðsundi. Ótrúlega skemmtilegt það, og frábær reynsla fyrir krakkana.
Þetta var mjög skemmtileg, krefjandi og hvetjandi helgi og þökkum við sérstaklega Sundfélagi Hafnarfjarðar fyrir frábært mót og flott utanumhald! Takk fyrir okkur SH!
Það má klárlega segja að framtíðin sé björt hjá Sundfélagi ÍBV og hlakkar okkur mikið til að mæta á Akureyri á AMÍ á næsta ári – vonandi með fleiri sundmenn i það skipti!
Hérna eru svo nokkrar myndir frá hópnum: