Þriðjudagur 4. október 2022

Sumarmót Hvítasunnumanna

Helgina 18.-20. júní verður haldið sumarmót í Hvítasunnukirkjunni.

Tilefnið er að 100 ár eru síðan hvítasunnustarf hófst hér í Vestmannaeyjum.

 

Fjölbreytt dagskrá verður í Hvítasunnukirkjunni, samkomur á föstudags- og laugardagskvöld kl. 20 og samkoma kl. 13 sunnudaginn 20. júní. Á laugardag verður biblíufræðsla um morguninn og eftir hádegi útivera á Stakkó ef veður leyfir. Seinnipartinn verður söngvastund, þar sem rifjaðir verða upp söngvar sem fylgt hafa hvítasunnusamkomum í þessi 100 ár.

Þess er minnst að 21. júlí 1921 komu til Vestmannaeyja ung hjón, Signe og Erik Asbö, hún sænsk og hann norskur, ásamt Sveinbjörgu Jóhannsdóttur sem var íslensk en hafði búið mörg ár í Kanada.

Fyrstu dagana höfðu þau útisamkomur þar sem þau sungu og boðuðu fagnaðarboðskapinn um frelsið í Jesú Kristi. Síðan fengu þau leigða sali fyrir samkomurnar. Margir komust til trúar þetta sumar og út frá starfi þeirra var fyrsti hvítasunnusöfnuður á Íslandi stofnaður hér í Vestmannaeyjum.

Húsið Betel, Faxastíg 6, var byggt 1925 og vígt 1. janúar 1926. 19. febrúar sama ár var Betelsöfnuðurinn formlega stofnaður þegar 19 manns tóku niðurdýfingaskírn og gengu í söfnuðinn. 1995 flutti söfnuðurinn á Vestmannabraut 19 og kallast Hvítasunnukirkjan Vestmannaeyjum.

Starfið hefur haldið áfram í þessi 100 ár, þó nokkrar samkomur hafi fallið niður í gosinu 1973 og á Covid tímum.

Það verður sérstaklega ánægjulegt að geta komið saman núna og þakkað Guði varðveislu í heila öld.

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is