Súkkulaði smoothie Tíguls
Hráefni:
200 ml möndlumjólk
(sjá uppskrift af möndlumjólk neðar)
2 frostnir bananar
2 msk hrátt kakóduft
1 msk hörfræolía
smá gróft salt
(himalaya eða norðursalt )
Nokkrir dropar sítróna
Allt sett í blandara.
Sett í hátt glas með klökum.
Möndlumjólk
Hráefni:
3 dl möndlur með hýði
1-2 tsk vanillu duft ( þetta svarta )
5 stk döðlur ( steinlausar)
1 – 1,5 L vatn
Allt sett í blandara. Svo sett í fínt sigti og hratið sigtað frá.