Ég hef bakað þessa köku í mörg mörg ár og hún er alltaf jafn vinsæl, það er bara ekki séns að fá leið á henni, svo er það svo mikil snilld að ef hún bakast ekki alveg nægilega mikið þá er þetta bara eplapæ, en það þarf að gæta þess að eplin séu ekki ísköld því þá gæti hún orðið of mikið eplapæ. Þegar þið stráið kanilsykrinum yfir eplin þá setjið aðeins meira enn þið haldið að eigi að vera. Njótið í botn kv Kata Laufey. p.s á ekki réttu myndina af kökunni svo þessi mynd sem fylgir er nálægt því að vera eins, nema slétt að ofan með súkkulaði stráðu yfir.
Súkkulaði-eplakaka
250g sykur
150g smjörlíki
3 egg
230g hveiti
1/2 tsk Lyftiduft
1-2 stór græn epli
200g suðusúkkulaði
Kanilsykur
Sykur og smjör hrært saman, eggjum bætt út í hrært saman.
svo hveiti og lyfitduft.
Setja eins lítið deig og kemst upp með í botninn á formi…botnfylli.
Raða eplum sneiddum í sneiðar yfir, þekja vel.
Strá svo kanilsykri yfir eplin aðeins meira en þú heldur að eigi að vera, svo setja saxað suðusúkkulaði yfir, setja svo restina af deginu yfir þetta allt. Munið eftir að skilja smá súkkulaði eftir til að setja yfir kökuna þegar hún kemur út úr ofninum.
Bakast í 170° eða 145 í blástri
og munið að passa að eplin séu ekki ísköld þá bakast kakan ekki vel… og verður eplapæææ.
Tíminn er ca 30-45 mín hún er til þegar hún er orðin nokkuð dökk að sjá.