Halldór B. Bjarnarey jökull

Stytting vinnuvikunnar í kjaramálum samþykkt

23.12.2020

Á fundi bæjarstjórnar sem haldinn var þann 3. desember sl., var ákveðið að samþykkja samkomulög við starfsfólk stofnana Vestmannaeyjabæjar, um styttingu vinnutíma, á sérstökum aukafundi bæjarstjórnar.

Síðastliðna mánuði hefur staðið yfir vinna við styttingu vinnuvikunnar fyrir dagvinnufólk í samræmi við kjarasamninga opinberra starfsmanna. Meginmarkmið með styttingu vinnuvikunnar er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess á að samþætta vinnu og einkalíf.
Lagt var upp með þrjú markmið í undirbúningnum og innleiðingunni: a) að skapa ávinning fyrir starfsfólk, b) að skerða ekki þjónustu sveitarfélagsins og c) að styttingin leiði ekki til kostnaðarauka.

Undirbúningurinn og vinnan hefur tekist afskaplega vel og hefur starfsfólk á stofnunum bæjarins tekið virkan þátt.

Starfshópar á vinnustöðum lögðu fram tillögur um útfærslu styttingar. Í framhaldinu var kosið um tillögur að styttingu vinnutíma á hverjum vinnustað og útbúið samkomulag byggt á niðurstöðum einstakra vinnustaða sem send voru bæjarstjórn til samþykktar, reglum samkvæmt. Hver vinnustaður hefur lagt sig fram um að skoða vinnuumhverfi, skipulag vinnunnar og rætt vinnustaðamenninguna.

Þegar bæjarstjórn hefur staðfest öll samkomulögin verður heildaryfirlit sent svokölluðum innleiðingarhópi samningsaðila, sem skipaður er fulltrúum frá kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, BSRB, BHM og ASÍ.

Í hverju samkomulagi er kveðið á um endurskoðun vinnutímafyrirkomulags í maí 2021, nema annað sé tekið fram. Markmiðið með því er að meta áhrif breytinganna og hvort vinnutímafyrirkomulag henti og falli vel að starfsumhverfi og markmiðum með styttingu vinnuvikunnar.

Að öðru leyti er vísað til erindis mannauðsstjóra sem sent var bæjarstjórn 3. desember sl. Efni erindisins er staðfesting sveitarstjórnar um tilhögun vinnutímastyttingar.

Við umræðu tóku til máls: Eydís Ósk Sigurðardóttir, mannauðsstjóri og gestur fundarins, Íris Róbertsdóttir og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Afgreiðslutillaga:
Bæjarstjórn samþykkir öll umrædd samkomulög um styttingu vinnutíma hjá starfsfólki stofnana Vestmannaeyjabæjar í dagvinnu.

Bæjarstjórn vill jafnframt koma fram þakklæti til alls þess starfsfólks sem tók þátt í vinnunni.

Sérstakar þakkir fá fulltrúar vinnutímanefndar Vestmannaeyjabæjar sem skipuð er þeim; Eydísi Ósk Sigurðardóttur, mannauðsstjóra, Unni Sigmarsdóttur, fulltrúa starfsfólks í Stavey, Arnari G. Hjaltalín, fulltrúa starfsfólks í Drífanda, Láru Konráðsdóttur, fulltrúi starfsfólks í BHM, Jóni Péturssyni, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, Ólafi Snorrasyni, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og Ernu Georgsdóttur, starfsmanni nefndarinnar.

Bæjarstjórn lýsir mikilli ánæginu með að þetta stóra samstarfsverkefni starfsmanna, stjórnenda stofnana, stéttarfélaga og bæjarfélagsins, sem nær til allra vinnustaða Vestmannaeyjabæjar, sé lokið. Áfram verður unnið að vinnutímastyttingu hjá vaktavinnufólki sem taka á gildi 1. maí 2021. Gagnlegt hefur verið fyrir alla þessa aðila að koma að verkefninu og er samstarfið nauðsynlegt fyrir árangur og framgang þess.

Afgreiðslutillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Forsíðumynd: Halldór B. Halldórsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search