Miðvikudagur 7. júní 2023

Styrktu krabbavörn um átta hundruð þúsund krónur

Borðað til góðs

Pétur Steingrímsson og Gunnar Heiðar Gunnarsson hafa staðið að skemmtilegum kvöldverði síðustu átta ár en alls í sjö skipti þar sem ekki var hægt að halda kvöldið í fyrra vegna covid. Kótilettukvöldið hefur alls gefið af sér tæpar þrjár milljónir til góðgerðarmála hér í Vestmannaeyjum. Í ár fengu Krabbavörn Vestmannaeyja að njóta ágóðans sem var átta hundruð þúsund krónur. Virkilega vel gert hjá þeim. 

Pétur og Gunni afhentu fulltrúum Krabbavarnar átta hundruð þúsund krónu í dag, alltaf stutt í grínið hjá þessu eðalfólki.

Pétur og Gunni vilja koma innilegu þakklæti til allra sem tóku þátt og borðuðu til góðs. 

,,Kótilettukvöldið hefði ekkert orðið og verður ekkert án ykkar.”

Sérstakar þakkir fá: Einsi Kaldi, Svanur og Daníel Geir, rekstraraðilar Hallarinnar, Jóhannes Egilsson/Egilssonar, Kata Laufey og Lind á Tígli, Eyjablikk, Vélaverkstæðið Þór, Grétar Þórarinsson, Gröfuþjónusta Brinks, Hraunhús Vestmannaeyjum, Miðstöðin og Rótarýklúbbur Vestmannaeyja.

Sjáumst vonandi öll að ári segir Pétur að lokum. 

Fyrir hönd Krabbavörn Vestmannaeyja, þakka ég innilega fyrir mjög svo veglega gjöf. 

Við búum í mögnuðu samfélagi það er ekki hægt að segja annað. Stjórn Krabbavarnar þakkar öllum þeim sem komu og borðuðu til góðs. Kæru Vestmannaeyingar, Pétur og Gunni hafið innilega þökk fyrir allan þann hlýhug og vinsemd til Krabbavarnar, sem skilar sér til þeirra sem leita til okkar.

Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir, formaður Krabbavarnar

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is