Styrktartónleikar fyrir Grindvíkinga

Blákaldur veruleikinn sló okkur Eyjamenn um miðjan vetur 1973.  Á fallegu en köldu vetrarkvöldi byrjuðu Eyjarnar aðeins að hristast, þó ekki þannig að fólk hafi endilega reiknað með því að innan örfárra klukkustunda myndi Eyjan rifna upp og gos hefjast nærri byggð á Heimaey.  Móðir náttúra minnir á sig reglulega á landi íss og elda.

Eyjamenn þekkja það betur en flestir aðrir hvernig það er að þurfa að yfirgefa heimili sín og reiða sig á stuðning annarra á óvissutímum.  Við Eyjamenn þurftum að yfirgefa heimili okkar fyrir rúmu 51 ári og gátum síðar snúið heim.  Það ferli tók um og yfir hálft ár en uppbyggingin tók mun lengri tíma.

Nú hafa Grindvíkingar þurft að þola jarðskjálfta og mikið óöryggi vel á þriðja ár.  Smátt og smátt varð ljóst að staðan í Grindavík væri orðin grafalvarleg og að líklegt væri að óvissan myndi á endanum leiða til þess að íbúar þyrftu að undirbúa það að yfirgefa bæinn

Grindvíkingar yfirgáfu heimili sín þann 10.nóvember síðastliðinn og enn sér ekki fyrir endann á þeirri óvissu sem íbúar standa frammi fyrir.  Því má segja að Grindvíkingar séu í verri stöðu en við Eyjamenn vorum í fyrir rúmri hálfri öld.

Allri þessari óvissu fylgir svo að atvinnuöryggi er lítið og ýmis kostnaður bætist við nánast hvert einasta heimili íbúa bæjarins.

Við Eyjamenn ætlum því að sýna stuðning okkar í verki og höldum styrktartónleika fyrir Grindvíkinga föstudagskvöldið 03.maí næstkomandi og samhliða sölu á tónleikana, setjum við af stað söfnun hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja leggja hönd á plóg.

Sótt hefur verið um leyfi sýslumanns fyrir söfnuninni og hún unnin í samráði við Grindarvíkurbæ, en þar verður sérstakur sjóður settur á laggirnar með sérstakri úthlutunarnefnd.

Söfnunarnefndin hér í Eyjum er skipuð þeim Höllu Svavarsdóttur, Njáli Ragnarssyni, Sigurhönnu Friðþórsdóttur, Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, Bjarna Ólafi Guðmundssyni og Gísla Valtýssyni, sem verður sérstakur fjárgæslumaður söfnunarinnar.

Heim á ný – Styrktartónleikar fyrir Grindvíkinga 

Á tónleikunum 03.maí koma listamenn frá Eyjum til með að skemmta og flytja tónlist í anda Eyjatónleikanna í Hörpu.  Þeir sem þegar hafa boðað komu sína eru Karlkór Vestmannaeyja, Blítt og létt hópurinn,  hljómsveitin Gosarnir með þá Gísla Stefáns, Jarl Sigurgeirs, Sæþór Vídó, Þóri Ólafs og Bigga Nielsen innanborðs og fá þeir nokkra gestasöngvara, meðal annars Unu Þorvalds, Tóta Óla og Hafþór Hafsteins og hljómsveitin Molda.  Það er því óhætt að lofa miklu fjöri í Höllinni og hverrar krónu virði að styðja verkefnið og mæta í Höllina.

Allur ágóði af tónleikunum rennur beint í söfnunina og þökkum við Hallarbændum fyrir lánið á henni.

Opnuð verður Facebooksíða fyrir tónleikana og söfnunina á allra næstu dögum og við munum verða dugleg að upplýsa Eyjafólk með gang mála.  Við viljum styðja vel við vini okkar í Grindavík.

Miðasala hefst á tix.is kl. 10

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search