Ásta Árnadóttir og Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskonur í fótbolta hafa síðustu ár staðið fyrir styrktarleikjum. Í ár styrktu þær eiginmann og börn Olgu Steinunnar Weywadt Stefánsdóttur.
Um 149 manns tóku þátt í gær, 66 kepptu á mótinu og nú þegar hafa safnast 738.000kr. Styrktarreikningur hefur verið opnaður og geta þeir sem vilja styrkja fjölskyldu Olgu lagt inn á hann.
Margt smátt gerir eitt stórt. Reikningur: 0111-26-702209, kennitala 2209715979.
Olga lést í byrjun júlí, hún var 44 ára. Olga lætur eftir sig eiginmann og þrjú börn. Fjölskyldan bjó í Svíþjóð, en flutti heim til Íslands eftir að Olga greindist með brjóstakrabbamein árið 2013. Olga var opinber með sjúkdóm sinn og bloggaði um ferlið og birtust viðtöl við hana meðal annars í Vikunni, Mannlíf og DV.
Olga lék knattspyrnu, hún var í yngri flokkum með Val. Olga lék með nokkrum liðum í meistaraflokki hér á landi; Fram, Fjölni, KR, ÍBV, FH og HSH, á árunum 1993-2003, alls 71 leik og skoraði 25 mörk

Íris Sæmundsdóttir, Fanný Ingvadóttir og Petra Fanney Bragadóttir spiluðum í gær í mótinu en þær spiluðum einnig með henni Olgu í boltanum þegar hún var hér í ÍBV 1998
Hérna eru nokkrar myndir frá mótinu:
Sigurvegarar mótsins: Dúkkulísurnar unnu alla sína 4 leiki og fengum aðeins á sig 1 mark
Efri röð: Margrét Björg Ástvaldsdóttir, Elín Heiður Gunnardóttir, Íris Sæmundsdóttir, Kristín Sverrisdóttir. Neðri röð: Ásta Árnadóttir, Berglind Magnúsdóttir Frost og Guðrún Halla Finnsdóttir.
Laufey Ólafsdóttir og Bríet sáum um dómgæsluna og stóðu sig frábærlega. Þess má geta að Laufey Ólafsdóttir lék einnig með ÍBV á sínum tíma (ásamt fleiri liðum) og landsliðinu Margrét Ákadóttir og Íris Sæmundsdóttir fyrrum landsliðskonur og starfsmenn KSÍ hressar að vanda Petra Fanney Bragadóttir sem lék með ÍBV stóð sig vel að vanda. Takið sérstaklega eftir smekklega Al Arabi markmanns treyjunni en hún er dyggasti stuðningsmaður liðsins og gerði sér ferð alla leið til Katar til að fara á leik
og kaupa sér búning