Þriðjudagur 5. desember 2023

Styrktarmót fór fram í gær í Egilsshöll fyrir fjölskyldu Olgu Steinunnar Stefánsdóttur – myndir

Ásta Árnadóttir og Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskonur í fótbolta hafa síðustu ár staðið fyrir styrktarleikjum. Í ár styrktu þær eiginmann og börn Olgu Steinunnar Weywadt Stefánsdóttur.

Um 149 manns tóku þátt í gær, 66 kepptu á mótinu og nú þegar hafa safnast 738.000kr. Styrktarreikningur hefur verið opnaður og geta þeir sem vilja styrkja fjölskyldu Olgu lagt inn á hann.

Margt smátt gerir eitt stórt. Reikningur: 0111-26-702209, kennitala 2209715979.

Olga lést í byrjun júlí, hún var 44 ára. Olga lætur eftir sig eiginmann og þrjú börn. Fjölskyldan bjó í Svíþjóð, en flutti heim til Íslands eftir að Olga greindist með brjóstakrabbamein árið 2013. Olga var opinber með sjúkdóm sinn og bloggaði um ferlið og birtust viðtöl við hana meðal annars í Vikunni, Mannlíf og DV.

Olga lék knattspyrnu, hún var í yngri flokkum með Val. Olga lék með nokkrum liðum í meistaraflokki hér á landi; Fram, Fjölni, KR, ÍBV, FH og HSH, á árunum 1993-2003, alls 71 leik og skoraði 25 mörk

Lið ÍBV frá 1998 þegar Olga spilaði með þeim. Efst vinstri; Erna Þorleifsdóttir, Sigríður Ása Friðriksdóttir, Íris Sæmundsdóttir, Dögg Lára Sigurgeirsdóttir, Stefanía Guðjónsdóttir, Fanný Ingvadóttir. Neðri röð frá vinstri: Bryndís Jóhannesdóttir, Elena Einisdóttir, Sigríður Inga Kristmannsdóttir, Olga Steinunn Stefánsdóttir og Hjördís Halldórsdóttir.

Íris Sæmundsdóttir, Fanný Ingvadóttir og Petra Fanney Bragadóttir spiluðum í gær í mótinu en þær spiluðum einnig með henni Olgu í boltanum þegar hún var hér í ÍBV 1998

Hérna eru nokkrar myndir frá mótinu:

Efri röð: Margrét Björg Ástvaldsdóttir, Elín Heiður Gunnardóttir, Íris Sæmundsdóttir, Kristín Sverrisdóttir. Neðri röð: Ásta Árnadóttir, Berglind Magnúsdóttir Frost og Guðrún Halla Finnsdóttir.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is