Styrkir Ísfélags Vestmannaeyja í tilefni 120 ára afmælis félagsins

Ísfélag Vestmannaeyja átti 120 ára afmæli þann 1. desember síðastliðinn og er elsta starfandi hlutafélag á landinu. Af því tilefni ákvað félagið að styrkja einstakling og félagasamtök í Vestmannaeyjum.

Styrkirnir renna til fjölda mismunandi félagasamtaka, sem öll eiga það þó sameiginlegt að starfa með óeigingjörnum hætti að björgunarmálum, líknarmálum og barna- unglingastarfi. Ásamt því ákvað Ísfélagið að styrkja fimm einstaklinga sem stunda mastersnám í tónlist.

Á afmælisdaginn sjálfan var haldið lítið kaffiboð í sal Akóges í Vestmannaeyjum þar sem stjórn félagsins tók á móti styrkhöfum ásamt því að heiðraðir voru þeir starfsmenn sem starfað hafa hjá fyrirtækinu í yfir aldarfjórðung eða meira.

Upphaflega átti að bjóða öllum velunnurum félagsins, starfsmönnum og bæjarbúum í kaffiboðið, en vegna veirunnar var viðburðurinn smækkaður til að rúmast innan þeirra samkomutakmarkana sem í gildi eru.

Guðný Harðardóttir, meistaranemi, spilaði tvö lög á flygil fyrir boðsgesti ásamt því að Kvennfélagið Líkn sá um kaffiveitingar.

Þeir aðilar sem styrktir voru eru eftirfarandi:

  • Björgunarfélag Vestmannaeyja (til tækjakaupa)
  • Einhugur, Félag einhverfra og aðstandenda þeirra í Vestmannaeyjum
  • Golfklúbbur Vestmannaeyja (til barna- og unglingastarfs)
  • Handknattleiksdeild ÍBV – karla og kvenna
  • Hollvinir Hraunbúða
  • Íþróttafélagið Ægir
  • KFS, Knattspyrnufélagið Framherjar-Smástund
  • Knattspyrnudeild ÍBV – karla og kvenna
  • Krabbavörn Vestmannaeyjum
  • Kraftur, Stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur
  • Kvenfélagið Líkn
  • Landakirkja (Hjálparstarf kirkjunnar)
  • Rauði Kross Íslands, Vestmannaeyjadeild
  • Sambýlið Vestmannabraut 58b
  • Skátafélagið Faxi
  • Skógarmenn KFUM
  • Slysavarnadeildin Eykyndill
  • Þroskahjálp Vestmannaeyjum

Styrkir fyrir mastersnema í tónlist

  • Guðmundur Davíðsson
  • Guðný Harðardóttir
  • Matthías Harðarson
  • Silja Elsabet Brynjarsdóttir
  • Vera Hjördís Matsdóttir

Starfsmenn heiðraðir:

45 ár

  • Guðrún Eygló Stefánsdóttir
  • Ólafur Guðmundsson

40 ár

  • Almar Harðar
  • Hildur Zoega Stefánsdóttir
  • Tómas Jóhannesson

35 ár

  • Sigurður A. Sigurbjörnsson
  • Svandís Geirsdóttir
  • Unnar Erlingsson

30 ár

  • Pétur Andersen

25 ár

  • Ármey Óskarsdóttir
  • Eyþór Harðarson
  • Friðrik F. Sigurðsson
  • Guðlaugur Friðþórsson
  • Guðsteinn Hlöðversson
  • Ingi Grétarsson
  • Sigurður Jóhann Atlason

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is