12.05.2020
Óli Bjarki Austfjörð stundar nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þar sem hann er á kvikmyndabraut, og var hann að skila inn lokaverkefni fyrir þessa önn sem er stuttmyndin Háskaferð.
Þetta var strembið verk þar sem við vorum að taka upp á meðan “Puffin-run” var í gangi og það var nánast aldrei friður til að halda tökum áfram, og ekki hjálpaði kalda golan niðri í dauðadal sem var alveg að drepa okkur.
En leikararnir og allir sem komu að verkinu stóðu sig eins og fagmenn og ég þakka þeim fyrir að treysta því að ég vissi hvað ég var að gera.
Nöfn leikaranna eru: Hulda Helgadóttir, Jón Helgi Reykjalín Jónsson, Kristín Edda Valsdóttir, Snorri Geir Hafþórsson og Zindri Freyr Ragnarsson Caine.
Einnig langar mig sérstaklega að þakka honum Einar Ágúst Víðisson og restinni af strákunum í “Skítamórall” fyrir að vera svo dásamlegir að leyfa okkur að nota tónlistina sína.
Endilega horfið líka á credit listann þar sem hann er fylltur af svona “Behind the scenes” upptökum og þannig fjöri segir Óli Bjarki að lokum.
Ljósmyndirnar eru teknar af Jóni Ævari Hólmgeirssyni.