Miðvikudagur 7. júní 2023

Stutt bænastund í kirkjunni á morgun

14.03.2020

Helgihald morgundagsins verður með öðru sniði vegna komandi samkomubanns. Af þeim sökum hefur sunnudagaskólanum verið aflýst.

Klukkan 14 verður hins vegar stutt bænastund í kirkjunni sem er opin öllum. Sr. Viðar þjónar fyrir altari og flytur hugvekju. Þá verður Kitty við orgelið en þó án kórs Landakirkju.

Eðli komandi vikna samkvæmt er ýmislegt sem veldur kvíða og áhyggjum enda fordæmalausir tímar í sögu lýðveldisins. Bænastund morgundagsins er því tilvalin til að koma saman í síðasta sinn í kirkjunni fyrir samkomubann. Þar gefst okkur gott tækifæri og rými til að fela áhyggjur okkar, komandi tíma, náunga okkar, okkur sjálf og land okkar í hendur Guðs.

Sjáumst á morgun í kirkjunni okkar 

Forsíðumyndina á hann Helgi R T.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is