Stuðlabandið í Höllinni annað kvöld // karla- og konukvöld

ÍBV kynnir með stolti geggjaða dagskrá á morgun,  1. apríl.

Karlakvöld: Hið árlega karlakvöld verður haldið þetta kvöld og verður veislustjóri hinn eini sanni Gummi Ben. Þá mun Maggi í Stuðlabandinu vera með tónlistaratriði og ræðumaður kvöldsins verður enginn annar er bjargvætturinn Martin Eyjólfsson. Einnig verða lið ÍBV fyrir sumarið kynnt með pompi og prakt. Leynigestur mun einnig kíkja á svæðið. Boðið verður upp á geggjaða þriggja rétta máltíð frá Einsa kalda. Uppboðið verður hvílt að þessu sinni en happdrætti verður á sínum stað.

Konukvöld: Konukvöld fótboltans verður endurvakið eftir smá hlé og fer það fram á Háaloftinu. Halli Melló verður veislustjóri, en hann hefur slegið hefur í gegn í Það er komin helgi, og margir þekkja hann einnig sem Magnús Magnús Magnússon úr Skaupinu. Maggi í Stuðlabandinu verður með fjöldasöng og verður áhugaverð kynning, svo ekki sé meira sagt. Leynigestur mun einnig kíkja á svæðið. Einsi kaldi verður með frábæran þriggja rétta seðil og verður boðið upp á geggjaða kokteila. Þá verður happdrætti á sínum stað og liðin fyrir sumarið verða einnig kynnt með pompi og prakt.

Eftir borðhald munu svo allir sameinast í Höllinni á dansleik með Stuðlabandinu, en miði á ballið er innifalinn ef þú mætir á karla- eða konukvöld. Einnig verður hægt að kaupa miða eingöngu á ballið og kostar 3.000 kr. á Tix og 3.500 kr. við hurð.

Mætum klár í efstu deild í sumar og komdu fagnandi 1. apríl! Þetta er ekkert grín!

(Ath. að Stuðlabandið mun ekki vera með ball í Höllinni 2. apríl, heldur var ballinu flýtt til að vera hluti af þessari frábæru dagskrá)

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search