Strákarnir okkar í meistaraflokki í handbolta áttu ekki í vandræðum með að tryggja sæti í 8-liða úrslitin í Coca-Cola bikarkeppni karla í handknattleik í gærkvöldi. ÍBV mætti Þrótti Reykjavík í Laugardalshöllinni í gærkvöldi og vann þar 15 marka sigur 33:18 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 17:6. Elliði Snær Viðarsson skoraði 8 mörk fyrir Eyjamenn, Kristján Örn Kristjánsson skoraði 5 og þeir Friðrik Hólm Jónsson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu 4 mörk hvor. Glæsilegt – til hamingju strákar!
Miðvikudagur 22. mars 2023