Þriðjudagur 26. september 2023

Stórtónleiknarnir Takk Njalli sýndir í Sjónvarpi Símans í kvöld – Yfir níu milljónir króna söfnuðust fyrir Kraft

Í kvöld frumsýnir Sjónvarp Símans metnaðarfulla upptöku frá tónleikum til heiðurs Njáls Þórðarsonar hljómborðsleikara en í dag eru fimm ár síðan hann kvaddi okkur.

Á tónleikunum sem fram fóru 20. maí sl. komu fram hljómsveitirnar Vinir vors og blóma, Land og synir og Sóldögg ásamt Kötlu Njálsdóttur og Telmu Ágústsdóttur. Allur ágóði tónleikanna rann til Krafts styrktarfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandendum þeirra í nafni Njalla.

Tónleikarnir eru á dagskrá Sjóvarps Símans kl. 20.10 í opinni dagskrá.

Hópurinn sem stóð að tónleikunum og kallar sig Vinir Njalla gáfu út lag sem ber heitið Lífið er núna. Texti lagsins ber fallegan boðskap Njalla um að lifa lífinu sem sannarlega er núna og skarta meðal annars spakmælum hans um að lífið sé partý og hvatningu um að hafa gaman og vera góð hvort við annað, maður veit jú aldrei hvenær manni verður hent út úr partýinu.

Hér má nálgast lagið á spotify :

Á forsíðumynd má sjá hópinn sem kom að skipulagi tónleikanna ásamt vinum og fjölskyldu Njáls afhenda Krafti söfnunarupphæðina 9.349.500 kr.

Myndir frá tónleikunum má finna hér: Myndir

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is