Stórt Pílumót framundan á mánudag

Mótið fer fram í húsnæði Pílufélags Vestmannaeyja

Pílufélag Vestmannaeyja heldur næstkomandi mánudag stórglæsilegt Pílumót í húsakynnum félagsins, sem er í kjallara kirkju Hvítasunnusafnaðarins en gengið er inn sunnan megin.  Mótið er opið öllum en fjöldi glæsilegra vinninga eru í boði frá PingPong, Miðstöðinni, Gott, Skipalyftunni, Húsasmiðjunni og Næs.  Skráning í mótið fer fram á Facebooksíðu Pílufélags Vestmannaeyja og hefst mótið klukkan 13.00.

Mikill áhugi er meðal Eyjamanna á öllum aldri á pílukasti enda hefur engin íþrótt vaxið jafn hratt hérlendis í áratugi.  Pílufélagið hefur haldið úti ungmennaæfingum eftir áramót sem hafa gengið vonum framar.  Æfingarnar hafa farið fram alla laugardaga í húsakynnum félagsins sem eru í kjallara kirkju Hvítasunnusafnaðarins en gengið er inn sunnanmegin.  Æfingarnar halda áfram út maí og eru auðvitað öllum velkomið að prófa og er hægt að greiða fyrir hverja æfingu fyrir sig, aðeins 1500 krónur.

Starfið hjá Pílufélaginu hefur því farið vel af stað en félagið deilir húsnæði með Snókerklúbb Vestmannaeyja.  Sem dæmi má nefna að tveir félagar í klúbbnum, þeir Ólafur Birgir Georgsson og Óðinn Magnús Óðinsson, tóku þátt í The Iceland Masters 2024 sem er Alþjóðlegt pílumót og var haldið í Bullseye í Reykjavík.  Hvorugum tókst að komast upp úr riðlakeppninni að þessu sinni en stóðu sig engu að síður mjög vel og mótið fer í reynslubankann hjá þeim félögum sem stefna á þátttöku í fleiri mótum á næstu misserum ásamt fleiri félögum í Pílufélaginu.

Þrír í úrslitum Íslandsmótsins í snóker

Þá má geta þess að þrír Eyjamenn tóku þátt í úrslitum Íslandsmótsins í snóker, þeir Jón Óskar Þórhallsson, Júlíus Ingason og Rúnar Gauti Gunnarsson.  Jón Óskar var að taka þátt í sínu fyrsta móti í höfuðborginni og tapaði í fyrstu umferð en Júlíus og Rúnar Gauti unnu sína leiki.  Í 16 manna úrslitum tapaði Rúnar Gauti svo með minnsta mögulega mun en andstæðingur Júlíusar í 16 manna úrslitum dró sig úr keppni og var hann því kominn í 8-manna úrslit.  Þar tapaði hann hins vegar sinni viðureign en engu að síður prýðis góður árangur hjá Eyjamönnum í ár.  Þess má svo geta að góðvinur Eyjamanna, snókerþjálfarinn Alan Trigg leikur til úrslita í Íslandsmótinu gegn ríkjandi Íslandsmeistara síðustu tveggja ára, Þorra Jenssyni.  Hægt verður að fylgjast með úrslitaleiknum á Youtubesíðu Snóker&Pool en úrslitaleikurinn hefst klukkan 13 á laugardaginn.

Forsíðumynd: Óðinn Magnús og Ólafur Birgir tóku þátt í Alþjóðlegu pílumóti, The Iceland Masters á dögunum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search