Það verður sannkallaður handboltadagur í Eyjum í dag þegar bæði karla- og kvennalið ÍBV leika í úrslitum Olís-deildanna
Upphitun hefst kl.11:30 í íþróttamiðstöðinni. Borgarar, kaldir drykkir og taumlaus gleði! Hvítu Riddararnir mæta og hita upp mannskapinn!
Kl. 13.00 hefst svo fyrsta viðureig ÍBV-Haukar í úrslitarimmu sinni í Olísdeild-karla.
Að loknum þeim leik spilar Sæþór Vídó vel valin lög og heldur upp stemningunni í gamla sal Íþróttamiðstöðvarinnar.
Kl. 15.30 hefst svo þriðja viðureign ÍBV-Valur í úrslitum Olís-deildarinnar. ÍBV eru upp við vegg með allt undir en Valur leiðir rimmuna 2-0 og dugir því sigur í dag til þess að hampa Íslandsmeistaratitlinum. Það hefur því aldrei verið mikilvægara að mæta og styðja stelpurnar til sigurs.
Miðasala í fullum gangi á https://stubb.is/ og í Stubbs appinu.
ATH, ekki skiptir máli á hvorum leiknum Tvíhöfða-miðinn er keyptur. Miðinn er virkjaður fyrir fyrri leik og lifir fram yfir þann síðar!
Þetta verður stórkostlegur handboltadagur í Eyjum! Þetta er eitthvað sem enginn stuðningsmaður má láta framhjá sér fara!