Plokk

Stóri plokkdagurinn – Hreinsunardagur á Heimaey 2022

Vestmannaeyingar eru ríkir af félagasamtökum og hópum sem láta sig samfélag sitt varða. Slíkir hópar hafa áður tekið virkan þátt í Stóra plokkdeginum með því að taka að sér ákveðin svæði sem sjá má á meðfylgjandi mynd.

Umhverfis- og framkvæmdasvið hefur undanfarna viku sett sig í samband við forsvarsmenn viðkomandi félagasamtaka og hópa. Eru félagsmenn hvattir til að hittast og hreinsa viðkomandi svæði annaðhvort á sunnudaginn eða á öðrum tíma sem hentar hópnum.

Dagur þessi er að sjálfsögðu hugsaður sem fjölskyldudagur þar sem allir – mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir – sameinast um að gera Heimaey enn fallegri. 

Ef fleiri hópar eða félög hafa áhuga á að taka þátt og fá úthlutað svæði er þeim velkomið að hafa samband við umhverfissvid@vestmannaeyjar.is.

Hugmyndin er að byrjað verði kl. 11.00 á Stakkagerðistúni þar sem pokum og plokktöngum (fyrir fyrstu sem koma) verður úthlutað. Klukkan 12:30 verður svo grillveisla í boði Bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar á sama stað.

Einnig er skorað á íbúa og fyrirtæki að þeir gangi í það að hreinsa af lóðum sínum og nærumhverfi. Þannig verður bærinn okkar hreinn og fagur fyrir sumarið.

Helstu PLOKKTRIXIN Í BÓKINNI

 • Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt. Búa jafnvel til viðburð með góðum hópi.
 • Gott er að vera með ruslapoka, hanska, plokktöng og bakpoka undir aukapoka.
 • Klæða sig eftir aðstæðum.
 • Koma afrakstrinum á viðeigandi stofnun.
 • Senda tölvupóst á sveitarfélagið sitt og láta sækja ef magnið er mikið 
 • Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.
 • Vera í góðu skapi og helst með einhverjum skemmtilegum.

Við vonumst til að sjá sem flesta á sunnudaginn!

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search