24.04.2020
Við minnum á stóra plokk daginn á morgun.
Í Vestmannaeyjum er facebookhópur sem heitir Eyjaplokk / Poki af rusli sem hefur verið til síðan 29. mars 2017 en þar áður var Lára Dögg búin að vera með viðburð í tvígang frá því árið 2015 og hvatt fólk til að taka með sér poka í göngutúrinn og fylla af rusli, viðtökurnar við þessu hafa verið mjög góðar og út frá þessu varð til facebookhópur sem hefur verið að hvetja til þess að taka til í kringum sig og skora á vinnustaði til að taka til í kringum sig.
Bærinn mun aðstoðar okkur á Plokkdeginum sem er á morgun, laugardag. Það er enginn ákveðinn tími, bara þegar þér hentar
Ef þið týnið það mikið af rusli og viljið ekki burðast með það er hægt að skilja eftir poka í vegkanti á áberandi stöðum og menn frá bænum fara á mánudaginn og hirða það upp. Einnig er hægt að láta vita hvar pokar/rusl var skilið eftir, í síma 488-2500 á mánudaginn.
Áhaldahúsið er lokað en það verður sett pokarúlla fyrir utan húsið í fyrramálið þannig að fólk geti sótt sér poka.
Það spáir mjög vel á morgun svo það er um að gera að velja sér svæði eða götur og taka smá rölt með poka
Hægt er að sjá innlegg hér á síðunni svæði sem fólk ætlar sér að plokka á.
Endilega deilið hópnum og bjóðið vinum að taka þátt

