STÓRHÖFÐI – HVAR ENDAR VINDURINN?

14.02.2020 kl 00:30

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir á facebooksíðu sinni rétt í þessu:
Klukkan 05 í fyrramálið er spáð 110 hnúta vindi (~55 m/s) í 1.000 metra hæð undan Suðurlandi. Þetta má sjá á DMI/IGB spákorti fyrir 850 hPa þrýstiflötinn sem gefið var út í kvöld.

Einstaka sinnum hef ég séð rétt svo spáð tvíflöggun, en heilt strik til viðbótar því held ég varla á síðustu árum a.m.k.

Þetta er nærri Vestmannaeyjum hætt er við að allt fari á hvolf í Eyjum í orðsins fyllstu merkingu ef þetta gengur eftir.

Skyldi meðalvindurinn á Stórhöfða ná 40-45 m/s um svipað leyti snemma í fyrramálið?

10. desember 2019 mældust 40 m/s í NV átt og þótti ægilegt rok í Eyjum. Mesti meðalvindur á Stórhöfða er hins vegar frá stórviðrinu 3. febrúa 1991 – 56,6 m/s.

Rétt er að hafa í huga að þokkalegt skjól er í bænum þegar er A-átt og mun lægri gildi vinds á mæli þar samanborið við Höfðann.

*Kortið er fengið af Brunni Veðurstofunnar

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is