Stórglæsileg Bergey VE 144 sigldi inn í höfnina í morgun - Myndir | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Bergey VE 144

Stórglæsileg Bergey VE 144 sigldi inn í höfnina í morgun – Myndir

17.01.2020

Það eru þrjú ár síðan byrjað var að teikna nýja Bergey því var mikil gleði þegar hún sigldi undurfögur inn í Vestmannaeyjahöfn í morgun í fyrsta sinn. Bergey var afhent Bergi-Huginn, dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar, hinn 1. október síðastliðinn og kom til Akureyrar hinn 6. október. Bergey hefur verið í Slippnum á Akureyri síðan í október við frágang á millidekki.

Bergey var smíðuð í skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi og er eitt af sjö systurskipum sem skipasmíðastöðin smíðaði fyrir íslensk fyrirtæki þar og meðal Vestmannaey VE.

Veiðarfæri verða tekin um borð og er gert ráð fyrir að haldið verði til veiða í fyrramálið. Jón Valgeirsson skipstjóri segir að sér lítist mjög vel á skipið. „Það verður gaman að hefja veiðar á þessu nýja skipi. Á leiðinni frá Akureyri fengum við aðeins brælu úti fyrir Norðurlandinu og það lét ágætlega. Það eru öðruvísi hreyfingar á þessu skipi en á gömlu Bergey. Það er flott að hefja veiðar á nýju skipi á laugardegi: Laugardagur til lukku,“ sagði Jón glaður í bragði.

Bergey er með 12 menn í áhöfn og tekur 240 kör eða 70 tonn.

Tígull óskar Berg-Huginn og Síldarvinnslunni til hamingju með glæsilegt skip.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Heimasíða 1000 Andlit komin í loftið – Landinn fjallar um verkefnið í næsta þætti á Rúv
Mögnuð heimildarmynd um einu sönnu Eyjabítlana
Sunnudagskólinn kl 11:00
Kiwanesmenn gáfu krökkunum á Sóla hjálma
Það er alltaf stuð á Lundanum
7019 pysjur skráðar en á sama tíma fyrir fimm árum var fyrsta pysan að finnast

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X