Föstudagur 1. desember 2023

Stóra upplestrarkeppnin-upplestrarhátíð í skóla

Stóra upplestrarkeppnin er haldin í 7. bekk ár hvert og hefst undirbúningur á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og lýkur í febrúar/mars.

Keppnin skiptist í tvo hluta, ræktunarhluta og keppnishluta.

Ræktunarhlutinn er sá hluti upplestrarkeppninnar sem mestu máli skiptir en þá er lögð sérstök rækt við vandaðan upplestur og framburð í hverjum bekk. Hátíðarhlutinn er hin eiginlega keppni og er í tvennu lagi.

Annars vegar er upplestrarhátíð í skólanum þar sem valdir eru þrír nemendur til áframhaldandi þátttöku í keppninni fyrir hönd skólans. Hins vegar er lokahátíð í héraði en þar koma fram fulltrúar skólanna í héraðinu og lesa ljóð og laust mál sem þeir hafa undirbúið vandlega.

Þann 24. febrúar var upplestrarhátíðin í skóla og fór hún fram í Tónlistarskólanum. Áður en upplestur hófst flutti Lovísa Ingibjörg Jarlsdóttir lagið Don‘t worry be happy á saxafón.

Þá lásu 13 hæfileikaríkir lesarar part úr sögunni Leyndardómur ljónsins eftir Brynhildi Þórarinsdóttur og ljóð eftir Þórarin Eldjárn. Það kom í hlut dómnefndar, sem skipuð var Helgu Sigrúnu Þórsdóttur, Hjalta Enok Pálssyni og Kára Bjarnasyni, að velja þá þrjá nemendur sem keppa fyrir hönd skólans í Stóru upplestrarkeppninni í héraði sem haldin verður um miðjan apríl á Kirkjubæjarklaustri.

Þeir nemendur sem urðu fyrir valinu eru Magdalena Jónasdóttir, Heiðmar Þór Magnússon og Sigrún Gígja Sigurðardóttir og þá var Ingi Gunnar Gylfason valinn sem varamaður.

Á myndinnni eru sigurvegarar ásamt varamanninum. Frá vinstri: Ingi Gunnar Gylfason,Sigrún Gígja Sigurðardóttir,Magdalena Jónasdóttir og Heiðmar Þór Magnússon.
Allur hópurinn sem tók þátt

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is