Þriðjudagur 16. apríl 2024

Stór vika í bólusettningu – Léleg mæting hefur verið síðustu vikur

Þessi vika er stór hjá HSU segir í tilkynningu inn á vef HSU

Alls eru væntanlegir  fáum 3080 skammta af Pfizer og 2400 skammta af Janssen. Einnig er verið að kalla fólk áfram inn í seinni skammt af Astra Zeneca.

ATH að þessar skammta-tölur eiga við um allt Suðurland.

Við höldum Áfram niður handahófs – listann okkar glöð í bragði því við sjáum fram á að þetta fari að klárast á næstu vikum segir í tilkynningu HSU.

Gangur í bólusetningum eftir starfsstöðvum:

 • Höfn – búin að boða alla sem eru á lista hjá okkur, alla sem eru skráðir með lögheimili á okkar svæði. Stór bólusetningardagur 16/6.
 • Kirkjubæjarklaustur – búin að boða flesta af listanum og mun boða restina á næstu dögum. Erum fáliðuð, munum vinna þetta eins hratt og hægt er á næstu 2 vikum.
 • Vík – búin að boða flesta af listanum, eða amk alla með skráð símanúmer. Erum fáliðuð, vinnum þetta eins hratt og hægt er á næstu 2 vikum.
 • Vestmannaeyjar – Erum búin að boða alla af handahófslistanum. Þessi vika er stór bólusetningarvika.
 • Árnes- og Rángársýsla – Erum búin að boða alla niður að árgangi 1991 kvk á handahófslistanum.

Léleg mæting hefur verið síðustu vikur, búumst því við að geta boðað marga í afgangsefni. Reiknum með að allir 16 ára og eldri hafi fengið boð í næstu viku.

Mjög léleg mæting hefur verið í bólusetningar síðustu vikur, mikil vinna farið í það að kalla inn fólk með stuttum fyrirvara svo bóluefni fari ekki til spillis.

Munum að afléttingar á sóttvörnum í samfélaginu verða ekki nema við náum fram hjartónæmi með bólusetningum.

Sýnið samfélagslega ábirgð og mætið í bólusetningu.

Við erum öll almannavarnir

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search