Stöndum vaktina við að halda Eyjamönnum í hreyfingu og góðu formi

Tígull tók stöðuna á Jóhönnu Jóhanns í Hressó:

Hvað hefur Hressó starfað lengi?

Hressó líkamsræktarstöð varð 27 ára núna 6. janúar 2022 og er því óhætt að segja að við höfum staðið vaktina við að halda Eyjamönnum í hreyfingu og í góðu formi í langan tíma. 

Þið gáfuð 6. – 10. bekk mánaðarkort í jólagjöf í ár – hvað varð til þess og hvernig var þessu tekið?

Okkur langaði að gera eitthvað góðverk og bæta lífið í stöðinni í leiðinni. Þetta tókst ofboðslega vel, margir krakkar einstaklega ánægðir með þetta og duglegir að mæta á æfingu. Það er líka ánægjulegt að sjá hversu kurteisir þeir eru og hvað þeir ganga vel um. Við þökkum þessum krökkum fyrir að koma með ferskan blæ inn í stöðina. 

Hvaða hreyfingu eruð þið að bjóða upp á núna í opnum tímum?  

Miðað við stærð af líkamsræktarstöð þá bjóðum við upp á mjög  fjölbreytta líkamsræktartíma – Við bjóðum upp á Spinning, Hot Yoga, Lotuþjálfun; Mobilityþjálfun (vinna í hreyfanleika líkamans) Cardíófit, Styrktarþjálfun, Strákateygjur, Zúmba, Tabatatíma og margt fleira. Við hvetjum fólk til að koma og prufa tímana okkar – það er alltaf frítt að koma að prufa. 

Hvaða námskeið eru að fara af stað núna í janúar? 

Mikið af námskeiðum eru í boði. Betri Heilsa sem eru mjúkir tímar í hlýum sal, þeir eru bæði kl. 06 á morgnanna og kl. 13.15 á daginn. Svo er morgunnámskeið með fjölbreyttri líkamsrækt kl. 08.05 á morgnanna. Strákanámskeiðið hjá Gilla er byrjað. Svanhvít Friðþjófs býður upp á Yoga fyrir alla – (skráning í gangi), Helen Dögg er með morgunnámskeið sem nefnist Mobility og yoga og er tilvalið fyrir fólk sem ekki er að vinna af einhverjum ástæðum. (Skráning í gangi) Svo erum við að reyna að safna í Mömmunámskeið en skráning stendur yfir í það og það fer af stað þegar næg þátttaka hefur náðst.  Svo er Crossfitið á sínum stað. Crossfiteyjar boxið okkar er staðsett á Hlíðarveginum – það er  Crossfit í gangi allt árið og mjög skemmtilegur og sterkur hópur sem æfir vel þar.  Grunnnámskeið í Crossfit eru haldin reglulega en það er nauðsynlegt að taka slíkt áður en byrjað er í Crossfit.

Einhver ráð til þeirra sem eru að byrja í líkamsrækt eða hafa ekki komið lengi? Það er gott að byrja á því að fara á námskeið eða í skipulagða tíma. Láta kennarann vita að maður sé nýr og þá er passað extra vel upp á manneskjuna. 

Er eitthvað nýtt hjá ykkur?  Já – Við viljum benda fólki á að við höfum opnað heimasíðuna hressoeyjar.is. Þar er hægt að sjá stundarskránna okkar, lesa um námskeiðin okkar, kaupa sér kort í stöðina og fleira gagnlegt.

Eitthvað að lokum?  Bara TAKK allir sem hafa verið með okkur, bæði í lengri og skemmri tíma, Það eru ansi tryggir kúnnar sem æfa vel hjá okkur sem sumir hverjir hafa æft frá því að við opnuðum stöðina. Án þeirra værum við ekki ennþá til . Svo takk fyrir samfylgdina öll. þið vitið hver þið eruð.

En við viljum samt taka það fram að þó svo að við kunnum innilega að meta fastakúnnana okkar þá þykir okkur alltaf gaman að fá inn ný andlit og leggjum áherslu á að það eru allir velkomnir til okkar alltaf. 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search