Þriðjudagur 5. desember 2023

Stökk í djúpu laugina og stofnaði sitt eigið fyrirtæki

Vigdís Sigurðardóttir ákvað fyrir tveimur árum að stofna sitt eigið fyrirtæki. Til að byrja með var rólegt yfir þessu og verkefnin fá en fyrirtækið hefur vaxið vel á þessum tveimur árum og er hún nú með tvo starfsmenn í vinnu. Fyrirtæki Vigdísar bíður uppá alla almenna bókhaldsþjónustu og telur hún velvild eyjamanna hjálpa til þar sem við viljum sjá fyrirtæki dafna hér heldur en að sækja þjónustuna á fastalandið.


„Fyrir tveimur og hálfu ári þá fluttumst við fjölskyldan aftur til eyja eftir fjögurra ára búsetu erlendis og þá fór ég að leita mér að vinnu. Ég hafði hugsað mér að fara aftur til Deloitte þar sem ég hafði unnið í 15 ár áður en ég flutti erlendis en samt hafði alltaf blundað í mér að prófa
að fara sjálf í atvinnurekstur og þótti mér þetta góður tímapunktur til að láta þann draum rætast,“ sagði Vigdís aðspurð um ákvörðunina að hefja rekstur.


Efasemdir í byrjun
Vigdís byrjaði ein með aðstöðu í Básum og voru verkefnin ekki mörg í byrjun. „Ég var með efasemdir þá hvort ég væri að gera rétt en ákvað að halda aðeins áfram. Svo fyrir tveimur árum þá flutti ég aðstöðu mína í Íslandsbankahúsið þar sem ég deili skrifstofu með Lögmannsstofu Vestmannaeyja,“ sagði Vigdís.


Viljum sjá fyrirtækin hérna dafna vel
Aðspurð um viðtökur sagði Vigdís að þær væru búnar að vera mjög góðar. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og tel ég að það hjálpi mér að vera frá eyjum. Fólkið hér er þannig að það vill styðja sitt fólk og sjá fyrirtæki hérna í Vestmannaeyjum
dafna í stað þess að sækja þjónustu upp á fastalandið.,“


Skilvirkari vinna í hlutastarfi
Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað síðan þá og starfa þar tvær stelpur. „Þær eru báðar í 50% vinnu og tel ég það gott að geta boðið upp á þann vinnutíma því ég þekki það sjálf að vera með stórt heimili og vilja vera úti á vinnumarkaðinum en vilja samt ekki vera í fullri vinnu. Ég tel að slíkir starfsmenn séu oft vanmetnir því þeir skila oft mun skilvirkari vinnu,“ sagði Vigdís en fyrirtækið býður upp á alla almenna bókhaldsþjónustu. „Við sjáum um almennt bókhald, laun, reikningagerð, ársreikningagerð og framtöl bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Einnig höfum við aðstoðað við stofnun fyrirtækja og ýmsu því tengdu.,“ sagði Vigdís að endingu.

– Sara Sjöfn Grettisdóttir // sarasjofng@gmail.com

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is