Þriðjudagur 23. júlí 2024

Stofnun ADHD samtaka í eyjum – Fyrsti fundur verður haldinn 15. október

Í haust tóku sig saman nokkrir foreldrar barna með ADHD og fullorðnir einstaklingar með ADHD sem höfðu áhuga á samstarfi við ADHD samtökin á Íslandi með fræðslu og námskeið í Vestmannaeyjum. Markmið ADHD samtakanna er að börn og fullorðnir með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu og fái þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun þeirra, möguleikum í námi og starfi og almennt bættum lífsgæðum.

Í samvinnu við ADHD samtökin á Íslandi stefnum við á að vera með ADHD–eyjar sem myndi standa fyrir opnum spjallfundum um ýmis málefni ca 1x í mánuði. Eins er stefnt á að fá ADHD samtökin til að halda námskeið líkt og þau sem boðið er upp á í Reykjavík og á Norðurlandi. Markhóparnir fyrir námskeiðin og spjallfundina sem yrði boðið upp á eru foreldrar barna með ADHD, kennarar, þjálfarar, makar, einstaklingar með ADHD og aðrir aðstandendur.

Dæmi um spjallfundi sem við höfum hug á að bjóða upp á:
– Hvað gera ADHD samtökin
– Betra líf með ADHD – spjallfundur
– ADHD og systkini
– ADHD og einelti
– ADHD í tómstundarstarfi og íþróttum
– ADHD og lyf
– Undirbúningur jóla og ADHD
– Erindi frá fagaðilum í Vestmannaeyjum.
– Námskeið sem ADHD samtökin á Íslandi bjóða upp á eru m.a.:
– Taktu stjórnina, fræðslunámskeið fyrir fullorðna með ADHD
– Ég get námskeið fyrir 14- 16 ára, gæti verið hægt að hafa það upp í 18 ára
– Fræðslunámskeið fyrir foreldra barna 13- 18 ára
– Fræðslunámskeið fyrir foreldra barna 6-12 ára

Við erum búin að heyra í forsvarsmönnum sveitarfélagsins sem tóku virkilega vel í þessa hugmynd okkar og eru m.a. tilbúnir að lána okkur húsnæði undir fundi og námskeið og aðstoða okkur með fræðslu eins og kostur er. Það er okkur ómetanlegt og í takti við það góða starf sem unnið er nú þegar í skólum og leikskólum.
Við munum á næstu dögum óska eftir styrkjum til fyrirtækja í bænum til þess að standa straum af ferða og gistikostnaði vegna þessa.
Einnig munum við vera með facebook síðu og sér umræðuhóp þar sem hægt er að fjalla um svæðisbundin málefni.

15. október næstkomandi verður fyrsti spjallfundur hjá okkur sem er þá stofnfundur á sama tíma. Samkoman fer fram Hamarsskóla Vestmannaeyja og hefst kl 20:00. Gengið inn að vestan.  Elín H. Hinriksdóttir formaður samtakanna mun koma til okkar og mun vera með almenna kynningu á ADHD og svo er opið fyrir gott spjall eins og umræðan þróast.
Októbermánuður er alþjóðlegur vitundarmánuður um ADHD og því upplagt að byrja starfið hjá okkur nú.
Spjallfundurinn er öllum opinn og ókeypis.
Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD. Facebook.com/adhdeyjar

Ása Ingibergs og Ásta Björk Guðnadóttir
adhdeyjar@gmail.com

Adhd samtökin

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search