Laugardagur 30. september 2023
Smábátahöfn

Stöðvast strandveiðar í byrjun ágúst?

20.07.2020

Spurning sem 650 sjómenn á strandveiðibátum spyrja sig.  Búið er að veiða rúm 7.500 tonn af þorski og er rífandi gangur í veiðunum.  Þorskafli þá 10 veiðidaga sem búnir eru í júlí er að meðaltali 211 tonn.  Verði það óbreytt þá 8 daga sem eftir eru mánaðarins lýkur veiðum 6. ágúst miðað við ákvæði reglugerðar um að þorskafli fari ekki umfram 10 þúsund tonn.   
Þess ber að geta að undanfarin ár hefur heildarafli á dag lækkað í kringum verslunarmannahelgi sem gæti þýtt nokkra daga í 2. viku í ágúst.  Þá má ekki gleyma tíðarfarinu sem minnti á sig sl. fimmtudag þegar dagsafli var aðeins 15 tonn.      

Eins og fram hefur komið er ráðherra nú að skoða þá stöðu sem upp er komin m.t.t. þess hvort hægt sé að auka afla til strandveiða svo komast megi hjá veiðistoppi.  Sé tekið mið af því ófremdarástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu ætti það að vera létt verk að vega þá hagsmuni sem í húfi eru við að heimila strandveiðar til ágústloka á móti þá sem tapast verði veiðarnar stöðvaðar.

Strandveiðisjómenn spyrja sig nú hvort þeir eigi að segja sig frá veiðum nk. mánudag þann 20. júlí eða freista þess að stunda strandveiðar í ágúst.  Segi þeir sig frá veiðunum (ath. að eftir 20. júlí er það ekki hægt) lýkur strandveiðum hjá þeim 31. júlí og geta þeir þá hafið veiðar í króka- eða aflamarki þann 1. ágúst eða reynt fyrir sér á makríl.  

Rétt er að vekja athygli á að ástandið á leigumarkaðinum er ekki björgulegt.  Að sögn manna sem reynt hafa fyrir sér á þeim slóðum segja ekki kíló að fá, allt botnfrosið.   

Verði strandveiðar stöðvaðar í ágúst er veiðum á fiskveiðiárinu lokið hjá þeim bátum sem þá eru í strandveiðikerfinu.  

Eins og allir sem lesa þetta sjá er hér komin upp staða sem á sér ekki fordæmi.  Greinilegt er að lagatextinn, þ.e.a. svipta báta öllum veiðirétti hefur ekki gert ráð fyrir að til stöðvunar kæmi.  Þau rök bætast því við allt áðurgreint sem mælir gegn stöðvun veiða.
Með því að blikka hér má sjá nýjustu stöðu veiðanna.

Engar upplýsingar hafa borist enn um hvað ráðherra muni gera til að tryggja veiðar strandveiðibáta út tímabilið.  Reikna má með að upplýsingar þess efnis berist nk. mánudag 20. júlí.

Frétt er frá vef Landsambands smábátaeigenda.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is