14.02.2020 kl 04:25
Í uppfærslu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum segir að enn bæti í vind og klukkan 04 var stöðugur vindur kominn í 43 m/sek og 56 m/sek í hviðum.
Björgunarsveit og lögregla hafa sinnt 10 verkefnum af ýmsu tagi og búast má við að enn eigi eftir að bæta í vind.
Tilkynning lögreglu frá því fyrr í dag er ítrekuð og fólk beðið um að vera ekki á ferðinni á meðan versta veðrið gengur yfir. Þeir sem þurfa aðstoð er bent á að hringja í 112.