Stjörnuleiknum voru gerð góð skil í Landanum í gærkvöldi, það var frábært hvað hún Edda Sif Pálsdóttir náði að fanga stemminguna, kærleikan og gleðina en hún skilaði sér vel á skjánum í gær.
Það er klárlega orðin jólahefð okkar Eyjamanna að mæta á stjörnuleikinn og í leiðinni komast í jólaskapið.
Virkilega vel gert RÚV og Edda Sif Pálsdóttir.
Hérna getur þú séð innslagið frá Landanum í gær en það byrjar á 24 mín: Landinn
Forsíðumynd er skjáskot frá Landanum.