Hinn árlegi Stjörnuleikur ÍBV verður haldinn 20.desember kl.18:00 og auðvitað verður spilað á keppnisvellinum í stóra salnum.
Í dag klukkan 15:00 verður dregið í liðin fyrir þennan stórleik, sem er stærsti leikur sem leikinn er í Vestmannaeyjum ár hvert.
Sýnt verður beint frá drættinum hérna á Facebook síðu ÍBV handbolta kl.15! Látið orðið berast, því það má enginn missa af þessu!