Þriðjudagur 16. apríl 2024

Stjórnendur Grunnskólans í spjalli um fermingardaginn sinn

Við fengum þau Önnu Rós Hallgrímsdóttur, Einar Gunnarsson og Óskar Jósúason stjórnendur Grunnskóla Vestmannaeyja í spjall um fermingardaginn sinn.

Anna Rós Hallgrímsdóttir
Fermdist árið 1995

Hvað er þér eftirminnilegast á fermingardaginn: Eftirminnilegast er í raun spenningurinn fyrir deginum og svo var alveg frábært veður þennan dag, veislan var haldin í Golfskálanum og það vær hægt að sitja úti og njóta veðursins.
Tókstu þátt í undirbúningnum? Já að einhverju leiti, ég man ég fékk eitthvað að ráða hvaða kökur voru á boðstólnum, en miðað við undirbúning fyrir fermingarveislur í dag, þar sem ég fermdi mína dóttur síðasta vor, þá var maður ekki að taka jafn mikinn þátt á þeim tíma eins og hún gerði.
Hvaða veitingar voru og hvar var veislan haldin? Það var kökuboð, við vorum þrjú sem fermdumst saman, öll úr Þingholtsfjölskyldunni og eðlilegt að við værum saman með eina veislu. Veislan var haldin í Golfskálanum.
Hvernig var tískan og hvernig voru fermingarfötin þín? Ég man ekki alveg hvernig tískan var, en ég man að ég vildi velja föt sem mögulega myndu eldast vel og ekki líta illa út á myndum eftir einhver ár, ég var alveg í smá tíma að finna þau. Mig minnir að stelpurnar hafi margar verið í lituðum kjólum, en ég vildi bara svart og hvítt. Var í svörtum kjól og hvítum bol undir.
Hver var eftirminnilegasta fermingargjöfin? Ég fékk margar skemmtilegar gjafir, held ég hafi fengið 8 lampa, 5 litla bakpoka sem voru í tísku á þessum tíma og svo fullt af skarti. Svo var það rúm og hillusamstæða frá fjölskyldunni. Ég var t.d. ekki að fá mikið af peningagjöfum eins og í dag, fékk samtals 14.000 kr.
Uppáhaldstónlist á þessum tíma? Án efa Sálin hans Jóns míns og svo var Ace of bace mjög vinsæl og mikið spiluð.

Einar Gunnarsson
Fermdist árið 1990

Hvað er þér eftirminnilegast á fermingardaginn: Veislan, gjafirnar, fjölskyldan og veðrið.
Tókstu þátt í undirbúningnum? Að sjálfsögðu.
Hvaða veitingar voru og hvar var veislan haldin? Veislan var haldin heima hjá okkur, stólar og borð um allt hús og aðalréttur og eftirréttur sem mamma gerði. Mamma bjó líka til borðbúnaðinn fyrir veisluna en hún var og er leirlistakona.
Hvernig var tískan og hvernig voru fermingarfötin þín? Tískan var töff…var í jakkafötum sem voru aðeins of stór.
Hver var eftirminnilegasta fermingargjöfin? Mizuno golfsett og þriggja vikna sumarferð til Danmerkur þar sem ég dvaldi hjá frænku minni og spilaði golf.
Uppáhaldstónlist á þessum tíma?
U2 og Pixies

Óskar Jósuason
Fermdist árið 1993

Hvað er þér eftirminnilegast á fermingardaginn:
Ég var náttúrulega í gifsi, því mér tókst að handleggsbrjóta mig þremur vikum fyrir fermingu. Sem betur fer var óvart keypt stutterma skyrta á mig.
Tókstu þátt í undirbúningnum?
Þarf eitthvað að undirbúa fermingar. Greinilega ekki þá 🙂
Hvaða veitingar voru og hvar var veislan haldin?
Það voru kaffi og köku veitingar, örugglega heitir réttir líka. Veislan var haldin í Týsheimilinu.
Hvernig var tískan og hvernig voru fermingarfötin þín?
Tískan var svartar buxur og stakur jakki. Mín fermingarföt voru nákvæmlega svoleiðis, svartar buxur og stakur jakki sem var köflóttur, svartur og hvítur.
Hver var eftirminnilegasta fermingargjöfin?
Þó að öll pennasettin hafi verið flott þá var það tölvan sem var í uppáhaldi.
Uppáhaldstónlist á þessum tíma?
Ætli það hafi ekki verið tónlist með The Doors.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search