Stelpurnar með sigur í gær og strákarnir töpuðu naumlega með einu marki

ÍBV stelpurnar komust upp í þriðja sæti Olísdeildar kvenna eftir að hafa lagt Stjörnuna, 29:24, á heimavelli í gær. Ótrúleg kaflaskipti voru í þessari viðureign. Stjarnan var fimm mörkum yfir eftir sjö mínútna leik. Að loknum fyrri hálfleik var Stjarnan með þriggja marka forskot, 13:10, eftir að hafa verið mest fimm mörkum yfir, 12:7. ÍBV stelpurnar komu sterkar inn í seinni hálfleik og jöfnuðu metin og héldu svo öryggri forustu til leiks loka.

ÍBV eru komnar stigi upp fyrir Hauka, með 20 stig. Haukar mæta Val í dag. ÍBV á þar að auki leik til góða við Aftureldingu sem fram fer á miðvikudagskvöld. Stjarnan, er enn í sjötta sæti deildarinnar, með 16 stig.

Mörk ÍBV: Elísa Elíasdóttir 7, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7/4, Harpa Valey Gylfadóttir 5, Lina Cardell 3, Sunna Jónsdóttir 3, Marija Jovanovic 1, Sara Dröfn Richardsdóttir 1, Karolina Olzsowza 1, Marta Wawrzynkowska 1.
Varin skot: Marta Wawrzynkowska 12/2.

Mörk Stjörnunnar: Elísabet Gunnarsdóttir 6/1, Eva Björk Davíðsdóttir 6/3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 3, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Katla María Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 13/2.

 

 

ÍBV strákarnir léku gegn liði Selfoss í Olísdeild karla í handknattleik í Set-höllinni í gær. Spennandi leikur þar sem að úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. ÍBV átti þess kost að jafna metin á síðustu sekúndu en skotið fór í stöngina á marki Selfoss rétt áður en leiktíminn rann út. Lokatölur leiksins urðu því 32:31 Selfossi í vil. Þriggja marka munur var að loknum fyrri hálfleik, 18:15. ÍBV tókst að jafna metin, 27:27, með fjórum mörkum í röð þegar á leið síðari hálfleiks.

Selfossliðið færðist þá upp í fimmta sæti deildarinnar með 24 stig eftir 20 leiki. ÍBV er enn í þriðja sæti með 27 stig.

Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 7, Einar Sverrisson 7/1, Ragnar Jóhannsson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 5, Hergeir Grímsson 4, Richard Sæþór Sigurðsson 2, Guðmundur Hólmar Helgason 1, Alexander Már Egan 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 13, 31%.

Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 8/4, Kári Kristján Kristjánsson 5, Dagur Arnarsson 4, Ásgeir Snær Vignisson 4, Gabríel Martinez Róbertsson 4, Theodór Sigurbjörnsson 2, Rúnar Kárason 2, Nökkvi Snær Óðinsson 1, Arnór Viðarsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 10, 23,8% – Björn Viðar Björnsson 1, 100%.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search