Steinöld frestað fram á haust

20.03.2020

Tilkynning þessi kom rétt í þessu inn á facebooksíðu mótsins Steinöld 2020.

Kæru blakarar,
Við lifum á skrítnum tímum núna þar sem samfélagið og heimurinn allur berst gegn sameiginlegri vá.

Vegna þessarar stöðu hafa aðilar rætt saman undanfarna daga um hvort mögulegt sé að Steinöld fari fram á tilsettum tíma eða hvort fresta þurfi mótinu. Þessir aðilar eru eftirfarandi: Mótanefnd Steinaldar, Öldungaráð (sem skipað er síðustu þremur öldungum), Framkvæmdarstjóri BLÍ, Stjórn BLÍ, Mótastjóri BLÍ og formaður Mótanefndar BLÍ.

Niðurstaða þessarar viðræðna er að Steinöld frestast og fer fram helgina 11.-13.september 2020 í Vestmannaeyjum. Við teljum að með því að fresta mótinu séum við að sýna samfélagslega ábyrgð. Það er ómögulegt að spá fyrir um hvernig staðan í samfélaginu verði seinni partinn í apríl. Það var skoðað að fresta mótinu um viku eða vikur en við teljum að það sé ekki ábyrgt að gera það, því þó samkomubann sé vonandi aflétt á þeim tíma þá er ekki mikil ábyrgð sýnd ef við höldum um 1500 manna mót, þar sem mótssvæðið er frekar lítið og allir keppendur á aldrinum 30+.
Aðilar voru sammála um að þessa ákvörðun þyrfti að taka núna þannig að lið/félög geti farið að gera ráðstafanir varðandi ferðamáta, gistingu o.s.frv.

Blaklega séð mun mótið fara fram með hefðbundnu sniði þar sem lið raðast í deildir út frá árangri á Rokköld 2019, sjö lið verða í hverri deild eða í hverjum armi og lið spila sex leiki.

Á haustmánuðum er enginn formlegur frídagur til að hafa mótið í kringum en spilað verður föstudag, laugardag og sunnudag. Verðlaunaafhending verður strax að loknum síðustu leikjum á sunnudeginum. Hins vegar verður ekkert formlegt lokahóf að móti loknu eins og blakarar þekkja en hins vegar eru mótshaldarar að vinna að skipulagi þar sem félagslegi þátturinn hefur vægi. Mótshaldarar eru að vinna að grófri dagskrá sem verður vonandi birt fljótlega.

Nú eru um 100 lið skráð á mótið og er sú skráning gild og mun skráning vera áfram opin. Hins vegar getur þessi breyting haft áhrif á þátttöku liða sem nú þegar eru skráð. Ef skráð lið getur ekki tekið þátt þá getur forsvarsmaður afskráð liðið með því að senda tölvupóst (oldungur@blak.is). Ef viðkomandi lið hefur greitt mótsgjaldið þá mun það verða endurgreitt og er forsvarsmaður liðsins beðinn um að senda tölvupóst á sama netfang.
Á facebooksíðu mótsins er upplýsingaskjal (glósur) með grunnupplýsingum og mikilvægum dagsetningum. Þetta skjal verður uppfært með nýjum upplýsingum á næstunni sem og upplýsingar sem eru á www.blak.is
Ef það eru einhverjar spurningar þá er um að gera að skrifa þær í komment eða senda á Öldung mótsins (oldungur@blak.is).

Að lokum viljum við þakka þeim aðilum sem hafa komið að þessari vinnu undanfarna daga fyrir aðstoðina.
Virðingarfyllst,
F.h. Steinöld 2020
Óskar Þórðarson (Öldungur)

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search