09.05.2020 kl 09:00
Það er bongó blíða á eyjunni enda löngu pantað hlaupaveður fyrir The Puffin Run.
Það verðu fullt af mjög öflugum hlaupurum sem mæta í hlaupið og er búist við hörku keppni, meðal annars eru það:
Karlar: Sigurjón Ernir, Snorri Björnsson, Vilhjálmur Þór, Vignir Már, Valur Þór, Margeir kúld, Kjartan Long, Elvar Þór Karlsson, Arnar Freyr.
Konur, Mari Jaersk, Rakel María, Íris Blöndal.
Tígull hvetur alla sem eru ekki að hlaupa til að fara um eyjuna á flotta staði og slá í trommur og eða bara potta klappa og hvetja hlaupara áfram. Virðum tveggjametra-regluna að sjálfsögðu.
Starfsfólk The Puffin Run mættu í Herjólf kl 07:00 í morgun og eru því komin núna til Landeyjarhafnar til að afhenta hlaupurum gögn sín.