Miðvikudagur 17. júlí 2024

Stefna á að vinna deildina

Hermann Hreiðarsson þjálfai er hér í stuttu spjalli inn á facebooksíðu fótboltans í morgun eftir að vera nýlentur á landinu eftir æfingaferðina á Tenerife

Hvernig leggst sumarið í þig?
Rosalega vel, við erum með einstaklega heilbrigðan og samstilltan hóp sem er tilbúinn að leggja mikið og mikið meira til þess að vera klárir í spennandi tímabil.
Hvernig er liðið að koma undan vetri?
Nokkuð vel lítið um meiðsli þökk sé Ella Fitness þjálfara sem hefur staðið sig frábærlega með að halda peyjunum í flottu standi.
Hvernig hefur gengið í undirbúningsleikjum?
Það hefur verið góður stígandi í þessu við erum að taka stór skref í að stýra leikjum betur með bolta þannig að við erum spenntir fyrir tímabilinu.
Hvert stefnir liðið í sumar?
Við stefnum að sjálfsögðu á að vinna deildina.
Er raunhæft að stefna beint upp aftur?
Við í þjálfarateyminu höfum óbilandi trú á leikmannahópnum og ætlum okkur því beint upp aftur.
Hverjar eru helstu breytingarnar á liðinu milli ára?
Við höfum haldið góðum kjarna af liðinu og bætt aðeins í. Einnig eru nokkrir ungir og spennandi eyjapeyjar að banka á dyrnar, en helsti munurinn liggur í leikstíl um sem verður áfram agressífur, en með meiri áherslu á að halda betur í boltann.
Nú eruð þið nýkomnir úr æfingaferð á Tenerife, var þessi ferð góður undirbúningur fyrir átökin í sumar?
Já við fórum með 26 leikmenn og nokkuð ungan hóp af peyjum. Svona ferð er mikilvægari fyrir okkur en flesta aðra. Þar sem við æfum á hálfum velli og erum tvískiptur hópur allt undirbúningstímabilið og einu skiptin sem við erum á fullum velli er í leikjum. Að geta spilað og æft allir saman 11v11 er algjörlega eitthvað sem við verðum að gera. Svo er það jafn mikilvægt að menn séu saman og taki ábyrgð á hvor öðrum og búi til stemmningu og samheldna liðsheild.
Að lokum minnir knattspyrnuráð Eyjamenn á að mæta á völlinn í sumar og styðja þessa harðduglegu leikmenn okkar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search