Stefanía lét drauminn rætast

Stefanía Ósk Bjarnadóttir er nítján ára Eyjamær sem átti sér draum um að ferðast um heiminn. Hún ákvað að láta draumin sinn rætast og skellti sér til Bandaríkjanna sem aupair síðasta haust og sér svo sannarlega ekki eftir því.

Hvernig kom það til að þú ákvaðst að gerast au pair?
Ég sá auglýsingu á Facebook um að fjölskyldunni vantaði Au Pair, ég hugsaði um þetta í max klukkutíma og sagði svo bara fokk it og tveimur mánuðum seinna var ég flutt.

Var Bandaríkin fyrsta val?
Já, þar sem ég var nú þegar komin með fjölskyldu hugsaði ég ekki um annað.
Var ferlið erfitt eða flókið að sækja um? Myndi nú ekki segja erfitt eða flókið þetta var meira frekar langt ferli en svo þess virði og þar sem ég var nú þegar komin með fjölskyldu þá gekk það betur fyrir sig.

Hvernig er fjölskyldan sem þú ert hjá?
Fjölskyldan sem ég er hjá er æðisleg og við náum virkilega vel saman. Ég bý hjá hjónunum Ásdísi Finnsdóttur, hún er barna læknir á spítalanum hérna úti (Children’s mercy´s hospital) og Nolyn James Wagner sem rekur sitt eigið fyrirtæki ásamt fjölskyldu meðlimum (MP360) og er það fyrirtæki sem gerir upp hús fyrir fólk og svo eru þau einnig að kaupa fasteignir og gera þær upp og selja þær.

Hvað eru börnin gömul?
Það eru þær Sólveig Lóa Wagner (5 ára) og Bryndís Magnea Wagner (verður 3 ára í Maí) og eru þær alveg æðislegar og báðar með svaka mikinn húmor og er svo gaman að sjá þær þroskast og vaxa.

Hvernig er dagurinn ca hjá þér?
Þrjá daga vikunnar fara þær í skólann en hina tvo eru þær heima hjá mér, þetta er svona til að Íslenskan þeirra þroskist. En dagana sem þær fara í skólann þá byrja ég um 7 leytið og græja fötin og allt sem þarf fyrir skólann. Svo vakna þær um klukkan hálf átta, átta, þá græja ég þær og kem þeim í skólann. Svo kem ég heim og er þá með frítíma þar til um hálf fimm þegar ég sæki þær en þennan frítíma nýti ég í að læra, þvo þvottinn minn og einstöku sinnum er ég beðin um að ganga frá hlutum fyrir stelpurnar. Ég er farin við að dunda mér mikið við að endurraða í hillur og þrífa á daginn. Dagarnir sem þær eru heima eru mjög mismunandi, ég byrja hálf átta, átta græja þær svo förum við oftast út að leika eða á þriðjudögum fara þær á fimleikaæfingu svo seinni partinn set ég þær í bað og er þá búin um 6 leytið.

Ertu í námi?
Já, er í fjarnámi frá FÍV og svo er ég í au pair tímum hérna úti, þeir eru allir mismunandi en ég er í tíma sem heitir Combo class, make a difference and discover the US.

Ertu búin að ferðast mikið um USA?
Já, svona eitthvað, hef farið núna tvisvar á bretti í Colorado með fjölskyldunni og svo fór ég í lok febrúar til LA með vinkonu minni sem var klikkað gaman fórum í Warner bros studio tour, Disney, universal og meira skemmtilegt, mætti segja að við höfum tekið allan LA pakkann. Svo í lok apríl erum ég og vinkona mín að fara til St.louis á söngleikinn Hamilton og í Six flags. Svo er það heimsókn til Íslands í maí, annars er ekkert bókað eins og staðan er núna, en mikið af hugmyndum um næsta ferðalag komið

Hvers saknaður mest frá Íslandi?
SS pulsum og kókómjólk. Og auðvitað fjölskyldunni minni og vinum. Líka Svenna í Klettinum, sakna Klettsins mikið. Ég ætla ekki einu sinni að minnast á það að ég missi af Þjóðhátið. Fjölskyldan mín hérna úti er búin að lofa svaka skemmtun yfir verslunnamannahelgina.

Gætir þú hugsað þér að búa í USA?
Já, svo sem, Kansas er mjög fínn staður og ég væri alveg til í að upplifa háskólalífið hérna en það jafnast samt ekkert á við það að vera í kringum fjölskyldu og vini í Eyjum. Þannig að ég held ég myndi alltaf kjósa það að búa heima.

Hvenær kemur þú heim aftur?
Spyr mig þessarar spurningu á hverjum degi. En ég kem í heimsókn í maí en er ekki viss hvort ég klári árið fram í september og komi heim þá eða taki annað ár hérna.

Hvað er það eftirminnalegasta sem þú hefur gert í Kansas?
Held ég verði að segja Chiefs leikur, það er ein besta upplifun sem ég hef upplifað. Það er mjög mikil þjóðhátiðarstemming fyrir leik, fólk tjaldar tjöldum og er að spila leiki og allskonar, get ekki beðið eftir því að næsta tímabil byrji!

Mælirðu með því að kýla bara á það og fara út sem Au Pair?
Ég mæli 100 prósent með þessu ef þig langar að ferðast um heiminn og kynnast nýju fólki. Ef við hafið einhverjar spurningar þá er alltaf hægt að heyra í mér. Svo þegar ég klára árið mitt hér þá vantar þeim íslenskan Au Pair. Bara um að gera að kýla á það, hvað er það versta sem gæti gerst??

Hvernig er félagslífið þarna úti?
Það er mjög gott, aðeins erfiðara en á Íslandi en það er vel haldið utan um Au Pair hópinn hér og hittumst við einu sinni í mánuði. Ég reyndar kynntist bestu vinkonu minni í gegnum annan au pair þar sem við erum ekki í sama agency, en svo förum við mikið í ræktina og höfum kynnst þar töluvert mikið af fólki.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search