Laugardagur 26. nóvember 2022

Stefán Sigurjónsson

Minningarorð

Stefán Sigurjónsson
f. 29.01.1954 d.01.10.2022

Stefán bróðir fæddist í Geirakoti í Sandvíkurhreppi 29. janúar 1954. Fyrir voru í heimili auk mömmu amma og afi og Ólafur móður bróðir okkar sem var 5 ára þegar Stefán fæddist. Auk þess voru eldri systkyni mömmu ennþá með annan fótinn heima við.

Þegar Stefán er um 2ja ára kom pabbi til sögunnar og þegar Stefán er á 6. ári fluttu foreldrar okkar upp að Selfossi þá átti hann orðið eina systur og önnur á leiðinni. Pabbi gekk Stefáni í
föður stað og milli þeirra hefur ætíð ríkt góð vinátta og traust sem ég veit að Stefán mat mikils og minntist gjarnan á. Fyrstu árin á Selfossi bjó fjölskyldan í Heiðarhúsinu svokallaða á Heiðarvegi 2 en þar voru íbúðir fyrir starfsmenn Kaupfélags Árnesinga þar sem pabbi vann. Seinna fluttum við á Engjaveg 36 og upp koma minningar um Stefán og pabba að dedúa eitthvað með Stebba frænda, einum móðurbræðra okkar, þegar verið var að byggja og gera í stand á Engjaveginum. En það var stutt í sveitina til ömmu og afa og oft var hjólað eftir rykugum og holóttum Eyrarbakka veginum niður í Geirakot eða skautað eftir skurðum og tjörnum niður allar mýrar.

Stefán þótti handlaginn og vann á unglingsárunum aðeins við smíðar og útskrifaðist úr Iðnskólanum á Selfossi. En sveitastörfin lituðu æskuna, sumrin í Geirakoti og upp í Hrepp hjá systkynum pabba. Eftir Iðnskólann flutti hann til Reykjavíkur þá ekki eldri en 17 ára nýkomin með bílpróf og átti Wolksvagen bjöllu. Hann leigði hjá ekkju Stebba frænda og fór í Tónlistarskóla Reykjavíkur og spilaði í Lúðrasveitinni Svaninum. Þan kynntist hann Gísla Ferdinandssyni skósmið og flautuleikara sem bauð honum vinnu á skósmiðastofunni að Lækjargötu 6.

Stefán minntist oft á góðar stundir á skóvinnustofunni hjá Gísla Ferd og hélt góðu sambandi við hann alla tíð. Gísli bauð honum samning í skósmíði og svo fór að það sem átti að vera
tímabundin vinna með námi varð að ævistarfi. Eftir stutt stopp á Selfossi flutti hann til Vestmannaeyja og opnaði þar skóvinnustofu. Þá var hann kvæntur Svanbjörgu Gísladóttur
og á fyrstu árunum í eyjum eignuðust þau 4 börn. Stefán var fljótur að aðlagast lífinu í Eyjum og tók virkan þátt í félagslífinu þar; kenndi við tónlistarskólann og spilaði í Lúðrasveitinni.
Í Vestmannaeyjum átti hann sína starfsævi en það er”römm sú taug er rekka dregur föðurtúna til” og þegar Parkinonskjúkdómurinn var farinn að herja svo á hann að hann gat ekki unnið lengur flutti hann aftur í Flóann. Settist að á Selfossi með seinni konu sinni Jóhönnu Gunnarsdóttur og var ánægður með að vera komin á æskuslóðirnar í nágrenni við pabba og mömmu þar sem ræturnar voru.

Það er þyngra en orð fá lýst að horfa upp á bróður sinn í greipum sjúkdóms sem aldrei sleppir en herðir tökin með hverju árinu. Oft höfum við dáðst að dugnaðinum í honum og baráttunni við að láta sjúkdóminn ekki aftra sér. Við sjáum á eftir manni úr liðinu, stóra bróður okkar, öflugan liðsfélaga sem var annt um fólkið sitt og fylgdist vel með því. En nú er hann frjáls og þrautunum lokið. Við gerum orð mömmu við dánarbeð hans að okkar og segjum “ég veit að það verður tekið vel á móti þér”

Kveðja frá systkynunum á Engjaveginum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is