Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, kvaddi og þakkaði eftirtöldu starfsfólki, sem lét af störfum hjá Vestmannaeyjabæ á árinu vegna aldurs, fyrir áralangt starf í þágu bæjarbúa:
1. Erlu Fanný SigÞórsdóttur, deildarstjóra launadeildar, (rúmur 28 ára starfsaldur)
2. Magnúsi Birgi Guðjónssyni, slökkviliðsmanni, (42 ára starfsaldur)
3. Friðriki Harðarsyni, verkamanni í Þjónustumiðstöð, (19 ára starfsaldur)
4. Sveinbirni A. Sigurðssyni, verkamanni í Þjónustumiðstöð, (rúmur 21 árs starfsaldur)
5. Jónu Soffíu Þorbjörnsdóttur, aðstoðarmatráði á Hraunbúðum, (tæpur 20 ára starfsaldur)
6. Torfa Haraldssyni, hafnarverði hjá Vestmannaeyjahöfn, (tæpur 27 ára starfsaldur hjá bænum)
Kveðjuathöfnin fór fram í Safnahúsinu, þar sem hverjum og einum einstaklingi var veittur þakklætisvottur fyrir störfin. Tónlistaratriði þar sem Sóley Óskarsdóttir söng jólalög, kveðjur og kaffiveitingar voru í boði fyrir gesti.
Sóley ásamt mömmu sinni, Kolbrúnu Sól Fiddi Palli, Biggi Gauja og Gummi Íris og Jóna Soffía Íris, Friðrik og Sveinbjörn Sóley og Jarl fluttu tónlistaratriði