Þriðjudagur 16. apríl 2024

Starfsmannahald Herjólfs í uppnámi

Í síðustu viku fékk yfirskipstjóri Herjólfs áminningu í starfi og var lækkaður um tign og gerður að almennum skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð að hans hálfu. Samkvæmt heimildarmanni Tíguls hélt yfirskipstjórinn áfram sigla skipinu eft­ir að at­vinnu­rétt­indi hans runnu út fyr­ir jól en hann skráði nöfn annarra skipstjóra, í stað síns eigins, án þeirra vitundar.

 

Starfsmenn Herjólfs segja upp

Tveir stýrimenn sögðu upp sínum störfum fyrr í vetur. Nú hafa Sigmar Logi Hinriksson, skipstjóri og Ingibjörg Bryngeirsdóttir, annar stýrimaður, einnig sagt upp störfum og munu þau láta af störfum eftir 30. apríl meðal annars vegna þessa máls og annarra ósátta.  Þá segir heimildarmaður Tíguls að fleiri séu að íhuga gera slíkt hið sama.

 

Sendur í leyfi að beiðni áhafnar

Samkvæmt upplýsingum sem Tígull hefur verður skipstjóranum, sem braut af sér, ekki sagt upp störfum og mun halda sinni stöðu. Hann var sendur í leyfi að beiðni áhafnar Herjólfs.

 

Við gerð þessarar fréttar var haft samband við Arnar Pétursson, stjórnarformann Herjólfs sem kaus tjá sig ekki um málið.

 

Framkvæmdarstjóri Herjólfs svarar

„Allar upplýsingar um starfsfólk eru meðhöndlaðar og varðveittar í samræmi við ákvæði laga og reglna á sviði persónuverndar. Herjólfur ohf. leggur áherslu á að tryggja að meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga,“ sagði Hörður Orri framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. eftir fyrirspurn frá Tígli. „Ég hef ekki og mun ekki verða við neinum beiðnum um upplýsingar um mitt starfsfólk.“

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search