13.10.2020
Smitrakningateymi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra hefur tilkynnt að allt starfslið A landsliðs karla fari nú þegar í sóttkví vegna Covid-smits starfsmanns.
Erik Hamrén, þjálfari liðsins, og Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari liðsins, eru því báðir komnir í sóttkví en Ísland mætir Belgíu í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli á morgun klukkan 18:45 að íslenskum tíma.
Í fréttatilkynningu KSÍ kemur fram er það sé ekkert sem bendi til þess að smit sé í hópi leikmanna og ekkert sem bendir til þess að leikurinn við Belgíu geti ekki farið fram.
Fulltrúar fjölmiðla eru vinsamlegast beðnir um að bíða átekta á meðan verið er að greina stöðuna og vinna úr upplýsingum. Frekari upplýsingar verða veittar eins fljótt og mögulegt er segir ennfremur í fréttatilkynningu KSÍ.